Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   fös 22. júlí 2016 17:30
Magnús Már Einarsson
Sóli Hólm spáir í leiki tólftu umferðar í Pepsi-deildinni
Sóli Hólm í góðum gír í Frakklandi á dögunum ásamt Magga Bö.
Sóli Hólm í góðum gír í Frakklandi á dögunum ásamt Magga Bö.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson
Sóli hefur trú á sínum mönnum í Þrótti gegn Íslandsmeisturum FH.
Sóli hefur trú á sínum mönnum í Þrótti gegn Íslandsmeisturum FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Síðari hlutinn í Pepsi-deildinni hefst um helgina þegar tólfta umferðin fer fram.

Grínistinn Sóli Hólm fékk það verkefni að spá í leikina að þessu sinni.



ÍA 2 - 1 ÍBV (17:00 á sunnudag)
ÍBV eru uppteknir í PR vinnu fyrir Þjóðhátíð og það mun taka einbeitinguna frá þeim. Garðar Gunnlaugsson heldur áfram sínu striki og menn verða aflitaðir hver á fætur öðrum í liði ÍA. Garðar skorar bæði mörkin fyrir ÍA en Aron Bjarnason skorar fyrir ÍBV.

Fjölnir 3 - 0 Valur (19:15 á sunnudag)
Fjölnismenn koma til baka og vinna. Þeir eru óútreiknanlegir og komast aftur í jaðar í toppbaráttu en komast að sjálfsögðu ekki á toppinn því að þeir virðast ekki hafa þekkingu til þess.

FH 1 - 4 Þróttur (19:15 á sunnudag)
Þetta er leikurinn þar sem við Þróttarar komum til baka. FH-ingarnir eru gjörsamlega vængbrotnir eftir að hafa tapað 125 milljónum í vikunni. Það er ákveðnn lífsvilji sem hverfur við það. Ég veit hvernig mér líður þegar ég tapa 1500 krónum í spilakassa og ég get ímyndað mér hvernig það er þegar þetta eru 125 milljónir.

Víkingur Ó. 1 - 1 Breiðablik (19:15 á sunnudag)
Þessi lið eru mjög áþekk í gæðum og þetta eru sanngjörn úrslit fyrir bæði lið. Víkingur vann fyrri leikinn en þeir ná ekki að vinna aftur.

Fylkir 1 - 3 Stjarnan (20:00 á sunnudag)
Þetta fer annað hvort 1-3 eða 0-3. Ef Garðar Jóhanns spilar þá fer þetta 1-3 en annars fer þetta 0-3. Stjarnan er of stór biti fyrir Fylki.

Víkingur R. 0 - 1 KR (20:00 á mánudag)
Víkingur grísaði á sigur gegn Þrótti í síðasta leik og voru ekki sannfærandi í að opna vörn Þróttar. Það þurfti mistök til. Ég held að Indriði Sigurðsson hafi betur í rimmunni gegn Gary Martin.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner