Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   mán 15. ágúst 2016 11:15
Elvar Geir Magnússon
Óli Stefán spáir í 14. umferð Pepsi-deildarinnar
Óli Stefán Flóventsson.
Óli Stefán Flóventsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
„Ég fékk 0 rétta síðast þegar ég spáði fyrir ykkur svo ég er heldur betur til í að leiðrétta það," segir Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindavíkur.

Óli er spámaður umferðarinnar í Pepsi-deildinni en fjórir leikir verða í kvöld og tveir á fimmtudag.

Fjölnir 1 - 3 FH (í kvöld 18)
Þegar spennan dettur yfir eru FH-ingar bestir. Vinir mínir í Grafarvogi eru flottir en ég held að reynslan taki þetta í kvöld.

Breiðablik 3 - 1 Þróttur (í kvöld 18)
Það fer allt í gang á heimavelli Blika.

ÍA 1 - 1 Víkingur Ó. (í kvöld 18)
Kenan Turudija skorar fyrir Ólsara en Garðar Gunnlaugs að sjálfsögðu fyrir ÍA.

Stjarnan 2 - 1 KR (í kvöld 20)
Stjörnusigur kemur fyrst upp í hausinn á mér. Veigar Páll setur sigurmarkið á 93. mínútu.

ÍBV 1 - 1 Fylkir (fimmtudag)
Eyjamenn þurfa að rífa sig í gang eftir bikarinn en Fylkir hefur litið ágætlega út að undanförnu. Fylkismenn eru of góðir til að vera í þessari stöðu.

Valur 0 - 2 Víkingur R. (fimmtudag)
Víkingur vinnur þennan leik. Bikarþynnka í Valsmönnum.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Björn Daníel Sverrisson (2 réttir)
Sóli Hólm (2 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner