Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 27. maí 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Jói Berg spáir í leiki 6. umferðar í Pepsi-deildinni
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Fanndís Friðriksdóttir var með þrjá rétta þegar hún spáði í leiki 5. umferðar í Pepsi-deild karla í síðustu viku.

Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður, spáði í 6. umferðina sem fer fram á sunnudag og mánudag en spá hans er hér að neðan.



Þróttur 1 - 2 ÍBV (17:00 sunnudag)
Þróttur hefur verið að ströggla svolítið á meðan ÍBV hefur byrjað ágætlega. Viktor Unnar Illugason skorar fyrir Þrótt.

Víkingur R. 2 - 0 ÍA (19:15 sunnudag)
Gary Martin setur eitt og Óttar setur annað.

KR 0 - 1 Valur (20:00 sunnudag)
Þetta verður alvöru leikur. Ég veit að minn maður Óli Jó tapar ekki á móti KR og það er ekki að fara að breytast.

FH 3 - 0 Víkingur Ó. (19:15 á mánudag)
FH klárar þennan leik auðveldlega. Þeir eru með það sterkt lið.

Fylkir 1 - 3 Fjölnir (19:15 á mánudag)
Fjölnir hafa verið sterkir og þeir taka þetta 3-1.

Stjarnan 0 - 1 Breiðablik (20:00 á mánudag)
Ég verð að segja að Breiðablik vinni og ég vona það innilega svo ég geti pirrað Dúlluna . 1-0 og Gulli Gull heldur hreinu.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner