fös 26. ágúst 2016 18:00
Magnús Már Einarsson
Helgi Seljan spáir í leiki 17. umferðar í Pepsi-deildinni
Helgi Seljan veit hvað klukkan slær.
Helgi Seljan veit hvað klukkan slær.
Mynd: Sigtryggur Ari Jóhannsson
Luka Kostic var með tvo rétta þegar hann spáði í leikina í Pepsi-deildinni í síðustu viku.

Sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan spáir í leikina í Pepsi-deildinni um helgina.



Breiðablik 2 - 0 Stjarnan (17:00 á morgun)
Blikarnir eiga að vinna og þeir munu vinna baráttuna um Arnarneshæðina.

ÍBV 2 - 1 Þróttur (17:00 á sunnudag)
Ég gef mér að þetta sé ekki Þróttur Neskaupsstað. Þar af leiðandi spái ég því að leikurinn fari 2-1 fyrir ÍBV.

Fjölnir 2 - 0 Fylkir (18:00 á sunnudag)
Ég hef rosa litlar tilfinningar til þessara klúbba. Ég renni algjörlega blint í sjóinn.

Víkingur Ó. 2 - 0 FH (18:00 á sunnudag)
Ég segi 2-0 fyrir Víking að því að mig langar svo að Ólafsvíkingar vinni FH.

ÍA 3 - 2 Víkingur R. (18:00 á sunnudag)
Þetta fer 3-2. Ég vona að Garðar Gunnlaugs skori fjögur.

Valur 2 - 2 KR (20:00 á sunnudag)
Þetta verður eins mikill hörkuleikur og það verður þegar KR er annars vegar.

Fyrri spámenn:
Gunnar Sigurðarson (4 réttir)
Jóhann Berg Guðmundsson (3 réttir)
Arnór Ingvi Traustason (3 réttir)
Fanndís Friðriksdóttir (3 réttir)
Guðni Th. Jóhannesson (3 réttir)
Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (3 réttir)
Björn Daníel Sverrisson (2 réttir)
Luka Kostic (2 réttir)
Óli Stefán Flóventsson (2 réttir)
Sóli Hólm (2 réttir)
Tryggvi Guðmundsson (2 réttir)
Janus Daði Smárason (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner