Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. október 2016 14:30
Fótbolti.net
Íslenskur slúðurpakki #2
Kassim gæti farið frá FH.
Kassim gæti farið frá FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Gary Martin er orðaður við Val og Breiðablik.
Gary Martin er orðaður við Val og Breiðablik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA er að leggja allt í sölurnar til að fá Steven Lennon.
KA er að leggja allt í sölurnar til að fá Steven Lennon.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurður Jónsson (til vinstri) gæti tekið við ÍBV eða Fram.
Sigurður Jónsson (til vinstri) gæti tekið við ÍBV eða Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Birnir gæti tekið við Víði Garði.
Jóhann Birnir gæti tekið við Víði Garði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Elísabet Gunnarsdóttir gæti tekið við Val á nýjan leik.
Elísabet Gunnarsdóttir gæti tekið við Val á nýjan leik.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þá er komið að öðrum slúðurpakkanum úr íslenska boltanum þetta haustið.

Slúðurpakkinn er einungis til gamans og ef menn hafa ábendingar varðandi pakkann eða um slúður hafið þá samband á [email protected]

Smelltu hér til að sjá slúðurpakka #1 (02.10)


FH: Varnarmaðurinn öflugi Kassim Doumbia hefur verið orðaður við brottför frá FH. Íslandsmeistararnir gætu selt Kassim, Böðvar Böðvarsson, Emil Pálsson eða Jonathan Hendrickx erlendis fyrir rétt verð. Steven Lennon er að verða samningslaus en viðræður við hann ganga illa. Ólafur Páll Snorrason er á leið í Kaplakrika sem aðstoðarþjálfari.

Stjarnan: Garðbæingar ætla að reyna að fá varnarmann. Damir Muminovic, varnarmaður Blika, er sagður á óskalistanum sem og Óttar Bjarni Guðmundson í Leikni.

KR: Tvennum sögum fer af því hvort að Willum Þór Þórsson haldi áfram með KR eða ekki. Hann gæti einnig mögulega starfað á öðrum vístöðum fyrir félagið. Rúnar Kristinsson er sagður hafa fundað með Vesturbæingum í vikunni. Grétar Sigfinnur Sigurðarson gæti farið aftur heim í Vesturbæinn frá Stjörnunni.

Fjölnir: Nýr aðstoðarþjálfari er á leiðinni í Grafarvoginn þar sem Ólafur Páll Snorrason era ð fara til FH. Eiður Benedikt Eiríksson, fyrrum þjálfari kvennaliðs Fylkis, vill fá starfið. Gunnar Már Guðmundsson, leikmaður Fjölnis, gæti einnig orðið aðstoðarþjálfari.

Valur: Gary Martin, framherji Víkings, er á óskalista Vals ef hann verður ekki áfram hjá Lilleström í Noregi.

Breiðablik: Gary Martin er líka orðaður við Breiðablik. Blikar gætu reynt að fá Willum Þór Þórsson sem þjálfara ef Arnar Grétarsson verður ekki áfram.

Víkingur R.: Heyrst hefur að Víkingur R. sé búið að bjóða Hrvoje Tokic samning en króatíski framherjinn er á förum frá Víkingi Ólafsvík. Tokic er einnig með tilboð frá Danmörku.

ÍA: Ásgeir Marteinsson er á förum frá ÍA. Markvörðurinn reyndi Páll Gísli Jónsson liggur undir feld og íhugar framtíð sína. Björn Pálsson, miðjumaður Víkings Ó., hefur verið orðaður við ÍA.

ÍBV: Ný stjórn er tekin við í Eyjum og hún er á leið í þjálfaraleit. Gregg Ryder, Óli Stefán Flóventsson og Sigurður Jónsson hafa verið orðaðir við stöðuna en aðrar fréttir segja að ÍBV ætli að fá erlendan þjálfara.

Víkingur Ólafsvík: Ólsarar vilja fá Guðmund Magnússon aftur frá Keflavík. Þá ætla Ólafsvíkingar að reyna að fá framherjann Björgvin Stefánsson frá Haukum.

KA: Akureyringar eru stórhuga eins og kom fram í síðasta slúðurpakka. Steven Lennon er áfram orðaður við KA. Lennon er samningslaus og ætlar að taka besta tilboðinu sem hann fær. Líklegt þykir að það komi frá KA mönnum. KA hefur hug á að kaupa Ævar Inga Jóhannesson aftur frá Stjörnunni. KA ætlar að fá sér markvörð og þá hefur félagið rætt við bakverðina Bjarna Ólaf Eiríksson og Andreas Albech úr Val. KA hefur einnig áhuga á Sindra Björnssyni, miðjumanni Leiknis. Halldór Hermann Jónsson er líklega á förum og mögulega Juraj Grizelj einnig.

Grindavík: Einar Orri Einarsson og Haraldur Freyr Guðmundsson, úr Keflavík, gætu farið yfir í Grindavík. Nokkrir erlendir leikmenn eru einnig á óskalista Grindvíkinga og spænsku leikmennirnir Sito og Alvaro Montejo Calleja gætu komið frá Fylki.

Fylkir: Ný stjórn er að taka við og hún vill fá nýjan þjálfara. Reynir Leósson, Bjarni Guðjónsson, Kristján Guðmundsson og Magnús Gylfason hafa allir verið orðaðir við starfið.

Keflavík: Nýr þjálfari er að taka við Keflavík. Hjálmar Jónsson, varnarmaður IFK Gautaborg, gæti tekið við en Eysteinn Húni Hauksson og Bjarni Jóhannsson hafa líka verið orðaðir við stöðuna. Jóhann Birnir Guðmundsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson ætla að hætta í fótbolta. Haraldur Freyr Guðmundsson og Hörður Sveinsson eru á förum og óvíst er hvað verður með Guðjón Árna Antoníusson, Hólmar Örn Rúnarsson og Jónas Guðna Sævarsson. Magnús Þórir Matthíasson verður ekki áfram og Einar Orri Einarsson vill fara í Pepsi-deildina. Þá gætu skosku leikmennirnir horfið á braut.

Fram: Ennþá er óljóst hvort Ásmundur Arnarsson haldi áfram sem þjálfari Fram. Helgi Sigurðsson og Sigurður Jónsson hafa rætt við félagið.

HK: Markvörðurinn Trausti Sigurbjörnssor er á óskalista HK en hann er á förum frá Þrótti.

Fjarðabyggð: Dragan Stojanovic hefur verið orðaður við þjálfarstöðuna hjá Fjarðabyggð en hann þjálfaði síðast 2. flokk Þórs.

Magni: Atli Már Rúnarsson er hættur sem þjálfari eftir fimm ára starf og leit stendur yfir að eftirmanni hans. Orri Freyr Hjaltalín, leikmaður Magna, gæti tekið við en Páll Viðar Gíslason er einnig orðaður við stöðuna.

Njarðvík: Rafn Markús Vilbergsson og Snorri Már Jónsson hafa verið orðaðir við þjálfara starfið. Ómar Jóhannsson er farinn og óvissa með marga aðra leikmenn.

Víðir Garði: Víðismenn eru í þjálfaraleit og nokkrir þjálfarar hafa verið orðaðir við stöðuna. Þar á meðal eru Jóhann Birnir Guðmundsson og Guðjón Árni Antonínusson en þeir eru báðir úr Garði. Milan Stefán Jankovic og Þórhallur Dan Jóhannsson hafa líka verið orðaðir við þjálfarstöðuna. Magnús Þórir Matthíasson og Hörður Sveinsson gætu farið í Víði frá Keflavík.

KF: Páll Viðar Gíslason, Atli Már Rúnarsson og Slobodan Milisic hafa verið orðaðir við þjálfarastöðuna.

Reynir Sandgerði: Hafsteinn Rúnar Helgason hættir bæði sem þjálfari og leikmaður. Hólmar Örn Rúnarsson er orðaður við þjálfarastöðuna sem og Hannes Jón Jónsson. Reynismenn vonast til að halda ungum strákum úr Keflavík innan sinna raða.

Dalvík/Reynir: Atli Sveinn Þórarinsson er hættur með Dalvík/Reyni en hann ætlar að taka við 2. Flokki hjá KA. Yngvi Borgþórsson, þjálfari Einherja, hefur verið orðaður við starfið sem og Páll Viðar Gíslason, þjálfari Völsungs.

Álftanes: Kári Ársælsson, varnarmaður Breiðabliks, gæti tekið við þjálfun Álftnesinga.

Pepsi-deild kvenna:

Valur: Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad, gæti tekið við Val á nýjan leik.

ÍBV: Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir er samningslaus og óvíst með framtíð hennar.

Fylkir: Kristín Erna Sigurlásdóttir er að rifta samningi sínum við Fylki.

Selfoss: Guðmunda Brynja Óladóttir gæti verið á förum frá Selfossi eftir fall liðsins. Mörg lið í Pepsi-deildinni horfa til hennar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner