Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 21. mars 2017 12:22
Hafliði Breiðfjörð
Parma
Jón Daði: Eðlilega fer þetta í taugarnar á manni
Icelandair
Jón Daði á æfingu í dag.
Jón Daði á æfingu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vökvarakerfið á Stadio Ennio Tardini, heimavelli Parma, truflaði viðtal Fótbolta.net við Jón Daða Böðvarsson fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag.

Jón Daði verður í eldlínunni gegn Kosóvó á föstudaginn en aðrir kant og sóknarmenn sem byrjuðu leiki Íslands á EM í fyrra eru fjarverandi.

„Það er leiðinlegt að þessir flottu leikmenn eru meiddir en það er mikilvægt fyrir aðra að stíga upp. Ég hef engar áhyggjur af því," sagði Jón Daði en möguleiki er á að félagi hans frá Selfossi, Viðar Örn Kjartansson, myndi sóknarlínuna með honum í leiknum.

„Auðvitað er Viðar vinur minn og maður er spenntur fyrir því en maður er samt ekkert spenntari fyrir því en öðru."

Jóni Daða hefur gengið erfiðlega að skora í vetur en hann hefur ekki skorað með Wolves síðan í ágúst.

„Eðlilega fer þetta í taugarnar á manni. Maður er í þessu til að skora mörk og vinna leiki. Þetta tímabil er búið að vera mikið jó-jó hjá Wolves. Við erum búnir að vera í fallbaráttu og ég er búinn að spila mismikið. Þetta gerist því miður stundum á ferlinum og maður tæklar það eins og maður," sagði Jón Daði en hvað gerðir hann til að takast á við þetta mótlæti?

„Ég hugsa bara um sjálfan mig og tek einn dag í einu. Ég hugsa hvað ég get gert til að verða betri næsta dag. Það er það eina sem maður getur gert."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner