Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 31. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Sveppi spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Sveppi er sterkur með pútterinn.
Sveppi er sterkur með pútterinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Chelsea er eitt af liðunum sem Sveppi heldur með.
Chelsea er eitt af liðunum sem Sveppi heldur með.
Mynd: Getty Images
Siggi Hlö var með fjóra rétta þegar hann spáði í leikina í enska boltanum í síðustu umferð.

Asíski draumurinn hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld en þar er Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, í stóru hlutverki. Sveppi tippar á leikina í enska boltanum að þessu sinni en þar á hann nokkur uppáhalds lið.

„Eins og staðan er í dag þá er ég Púllari. Ég er samt líka Chelsea maður. Svo er pabbi Tottenham maður svo ég held með þeim líka," sagði Sveppi og hló.


Liverpool 2 - 1 Everton (11:30 á morgun)
Ég held að Púllararnir taki þennan grannaslag.

Burnley 0 - 3 Tottenham (14:00 á morgun)
Tottenham er á siglingu og þarf Evrópusætið.

Chelsea 4 - 0 Crystal Palace (14:00 á morgun)
Chelsea er mitt lið í grunninn og þeir vinna þetta 4-0. Ég vildi að ég gæti sagt þér hverjir skora en þeir eru allir hættir í Chelsea sem ég kannaðist við.

Hull 1 - 1 West Ham (14:00 á morgun)
Hullararnir ætla ekki að láta þessa kalla vaða yfir sig ef ég þekki þá rétt.

Leicester 0 - 0 Stoke (14:00 á morgun)
Ég veit ekki hvort það verði 0-0 eða 1-1 en jafntefli verður það í markalitlum leik. Ég mæli ekki með því að fólk sé að horfa á enska boltann yfir höfuð, það er svo margt annað hægt að gera í lífinu, en ef þú ætlaðir að horfa á leik veldu þá annan en þennan.

Manchester United 1 - 2 WBA (14:00 á morgun)
United eru rosalega brothættir. Það væri gaman fyrir alla í íslensku samfélagi ef þeir myndu tapa. United er svolítið eins og KR, maður heldur aldrei með þeim, sama hvað.

Watford 2 - 0 Sunderland (14:00 á morgun)
Watford vinnur þetta solid.

Southampton 1 - 0 Bournemouth (16:30 á morgun)
Southampton vinnur í baráttuleik. Ég þekki gæa á Íslandi sem heldur með Southampton og þess vegna vona ég að þeir vinni.

Swansea 2 - 0 Middlesbrough (12:30 á sunnudag)
Gylfi er á þvílíkri siglingu. Hann hefur fengið pepp frá alls konar fólki sem segir að hann sé vanmetinn. Hann sýnir úr hverju hann er gerður með því að koma með eina stoðsendingu og eitt mark.

Arsenal 2 - 2 Manchester City (15:00 á sunnudag)
Þetta verður jafntefli í markaleik.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Egill Helgason (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Willum Þór Þórsson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Siggi Hlö (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner