Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fös 03. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Auddi Blö spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Auðunn Blöndal spáir í leiki helgarinnar.
Auðunn Blöndal spáir í leiki helgarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Manchester United vinnur um helgina samkvæmt spá Audda.
Manchester United vinnur um helgina samkvæmt spá Audda.
Mynd: Getty Images
Auddi reiknar með marki frá Costa.
Auddi reiknar með marki frá Costa.
Mynd: Getty Images
Egill Helgason fékk sex rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi.

Sjónvarpsmaðurinn Auðunn Blöndal hefur verið í þáttunum „Steypustöðinni" og „Er þetta satt eða logið?" á Stöð 2 að undanförnu. Auðunn verður síðan í Asíska draumnum á næstu vikum. Hann spáir í leikina á Englandi að þessu sinni.



Manchester United 3 - 1 Bournemouth (12:30 á morgun)
Þetta ætti að vera þægilegur leikur fyrir mína men. En maður hélt það reyndar líka með Burnley og fleiri. En við erum í sigurvímu og samkvæmt Instagrami United er rosalega gaman á æfingum þessa dagana, allir brosandi og í góðu flippi!

Leicester 2 - 1 Hull (15:00 á morgun)
Held að það vilji flestir Leicester niður eftir þetta rugl með Ranieri, en því miður held ég að þeir séu að detta á létt run.

Stoke 1 - 0 Middlesbrough (15:00 á morgun)
Váá vona að þessi leikur sé sýndur! Öllum sama en ef þú heimtar tölur 1-0.

Swansea 2 - 0 Burnley (15:00 á morgun)
Þessi leikur væri virkilega spennandi ef Big Berg væri ekki meiddur. Gylfi að spila sitt besta tímabil og leiðir sína menn til 2-0 sigurs.

Watford 1 - 2 Southampton (15:00 á morgun)
Ætlaði að taka þennan leik í fyrri umferðinni en var að afþýða hakk og missti af honum.

WBA 2 - 0 Crystal Palace (15:00 á morgun)
Eina ástæðan fyrir að ég mun tékka á stöðunni hér er Johny Evans. Er með hann í vörninni og þarf því að fylgjast með sem fantasy manager.

Liverpool 1 - 1 Arsenal (17:30 á morgun)
Þarna er alvöru leikur. Tvö lið sem á góðum degi spila hrikalega skemmtilegan bolta. Hættulegt að þetta verði samt svona 1-1 leikur því bæði lið búin að vera í smá ströggli.

Tottenham 2 - 1 Everton (13:30 á sunnudag)
Sá á snappinu hjá Hjamma að hann er á leiðinni á leikinn. Verð því að henda í Spurs sigur. 2-1 Kane er frammi hjá mér og mætti setja bæði eftir stoðara frá Alli.

Sunderland 1 - 2 Manchester City (16:00 á sunnudag)
Þetta er svona leikur sem lítur léttur út fyrir City. En það er eitthvað sem segir mér að Sunderland stríði þeim. Defoe setur eitt en leikurinn endar 1-2 fyrir City.

West Ham 1 - 1 Chelsea (20:00 á mánudag
Þetta er svona ekta 1-1 leikur. West Ham kemst yfir en Costa jafnar.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Egill Helgason (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner