Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 03. febrúar 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Helgi Björns spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Helgi Björnsson.
Helgi Björnsson.
Mynd: Skjárinn
Helgi er bjartsýnn á sigur hjá sínum mönnum í Tottenham um helgina.
Helgi er bjartsýnn á sigur hjá sínum mönnum í Tottenham um helgina.
Mynd: Getty Images
Manchester United vinnur Leicester samkvæmt spánni.
Manchester United vinnur Leicester samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn fékk þrjá rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi í vikunni.

Söngvarinn góðkunni Helgi Björnsson er í eldlínunni sem dómari í The Voice þessa dagana. Hann spáir í leiki helgarinnar á Englandi að þessu sinni.



Chelsea 1 - 3 Arsenal (12:30 á morgun)
Chelsea hlýtur að fara að tapa og þetta er líka smá óskhyggja. Arsenal fór illa út úr síðustu umferð gegn Watford og liðið bítur í skjaldarrendur og sýnir hvað það getur.

Crystal Palace 2 - 0 Sunderland (15:00 á morgun)
Crystal Palace hafa verið skemmtilegir á köflum og mér finnst leiðinlegt að þeir séu í botnbaráttunni.

Everton 2 - 1 Bournemouth (15:00 á morgun)
Everton á miklu meira inni. Þeir hafa verið óheppnir og eiga meira skilið en þeir hafa verið að uppskera.

Hull 1 - 1 Liverpool (15:00 á morgun)
Liverpool gerði jafntefli í vikunni við Chelsea og Hull gerði vel með því að ná í jafntefli gegn United. Setjum jafntefli á þetta.

Southampton 0 - 0 West Ham (15:00 á morgun)
Ég hef ekki mikla tilfinningu fyrir þessum leik.

Watford 3 - 1 Burnley (15:00 á morgun)
Watford fylgir eftir sigrinum á Arsenal með því að taka Burnley á heimavelli.

WBA 1 - 0 Stoke (15:00 á morgun)
West Brom er ótrúlegt lið. Þeir taka rispur öðru hvoru og ná úrslitum sem enginn reiknar með.

Tottenham 3 - 0 Middlesbrough (17:30 á morgun)
Við Tottenham menn verðum að taka Middlesbrough menn á heimavelli ef við ætlum að vera með í þessu. Það var hrikalegt að gera jafntefli við Sunderland í vikunni. Það var alveg glatað.

Manchester City 2 - 0 Swansea (13:30 á sunnudag)
Þetta er að koma hjá City. Þeir vinna aftur eftir sigurinn á West Ham.

Leicester 0 - 3 Manchester United (16:00 á sunnudag)
Manchester United tapar ekki leik en gengur erfiðlega að vinna líka. Leicester er hins vegar einhversstaðar í rassgati og United skorar þrjú á þá.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner