Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   mán 02. janúar 2017 10:00
Magnús Már Einarsson
Tómas Þór spáir í leiki vikunnar á Englandi
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Manchester United verður áfram á flugi samkvæmt spá Tómasar.
Manchester United verður áfram á flugi samkvæmt spá Tómasar.
Mynd: Getty Images
Tottenham nær að stöðva sigurgöngu Chelsea samkvæmt spánni.
Tottenham nær að stöðva sigurgöngu Chelsea samkvæmt spánni.
Mynd: Getty Images
Eggert Magnússon var með þrjá rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um helgina.

Það er ekkert gefið eftir á Englandi og í dag hefst 20. umferðin en henni lýkur svo á miðvikudag. Tómas Þór Þórðarson, íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport, spáir i leikina að þessu sinni.



Middlesbrough - Leicester 0-2 (12:30 í dag)
Verðandi sigurvegarar Meistaradeildarinnar keyra nýtt ár inn með stæl. Slimani verður saga seinni hluta leiktíðarinnar.

Everton 3 - 1 Southampton (15:00 í dag)
Dýrlingavörnin gerir því miður ekki mikið á móti Lukaku með Virgil van Dijk í banni.

Mancheester City 1 - 0 Burnley (15:00 í dag)
Jói Berg og félagar eiga eftir að berjast eins og hetjur en lærisveinar Pep þora ekki öðru en að vinna eftir tryllinginn sem sá spænski tók á Anfield.

Sunderland 0 - 5 Liverpool (15:00 í dag)
Sunderland. Moyes. Having a laugh?

WBA 2 - 1 Hull (15:00 í dag)
WBA er betra lið og zzzzzzzzzzzzzzzz

West Ham 1 - 2 Man Utd (17:15 í dag)
Fimm í röð verða sex í röð hjá United. Það er eitthvað jákvætt að gera þarna. Liðið verður bara að fara að halda oftar hreinu.

Bournemouth 1 - 1 Arsenal (19:45 á morgun)
Bournemouth verður yfir lengi vel en Oliver Giroud jafnar metin á síðustu tíu og Einar Guðnason hleður í svona 40 tíst um sinn mann.

Crystal Palace 3 - 1 Swansea (20:00 á morgun)
Gylfi Þór skorar fyrsta mark nýs árs hjá Swansea en það er bara ekki nóg því vörn liðsins myndi ekki halda hreinu í Inkasso-deildinni. Þvílíka þrotið.

Stoke 2 - 2 Watford (20:00 á morgun)
Verður skemmtilegur leikur. Nokkuð óvænt en góð skemmtun sem enginn sér samt.

Tottenham 2 - 2 Chelsea (20:00 á miðvikudag)
Sigurgöngu Chelsea lýkur í geggjuðum fótboltaleik.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner