Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 10. mars 2017 12:00
Magnús Már Einarsson
Willum spáir í leiki helgarinnar á Englandi
Willum Þór Þórsson.
Willum Þór Þórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lukaku verður í stuði samkvæmt spá Willums.
Lukaku verður í stuði samkvæmt spá Willums.
Mynd: Getty Images
Willum hefur trú á sínum mönnum í Chelsea gegn Manchester United.
Willum hefur trú á sínum mönnum í Chelsea gegn Manchester United.
Mynd: Getty Images
Auðunn Blöndal var með sex rétta þegar hann spáði í leikina á Englandi um síðustu helgi.

Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, sér um að spá að þessu sinni. Einungis fjórir leikir eru í ensku úrvalsdeildinni um helgina en 8-liða úrslitin í enska bikarnum eru á dagskrá.

Þá tippar Willum á tvo leiki í Championship deildinni til að fá samtals tíu leiki eins og aðrir spámenn vetrarins.



Enska úrvalsdeildin

Bournemouth 1 - 2 West Ham (15:00 á morgun)
Það er mjög tvísýnt hvernig þetta fer. Þegar bæði lið eiga góðan dag þá finnst mér West Ham vera betra lið.

Everton 2 - 0 WBA (15:00 á morgun)
Lukaku, Chelsea leikmaðurinn hjá Everton, klárar þetta með tveimur mörkum. Það er verst að Chelsea er búið að losa sig alveg við hann.

Hull 1 - 1 Swansea (15:00 á morgun)
Það er frábært að fylgjast með því hvernig Paul Clement hefur tekið skipulagið í gegn hjá Swansea. Með sænska vinstri bakverðinum Olsson, Llorente frammi og Gylfa sem aðalmann þá er þetta flott lið. Gylfi skorar fyrir Swansea á meðan miðjubuffið Huddlestone skorar fyrir Hull.

Liverpool 3 - 0 Burnley (16:00 á sunnudag)
Það er loksins komið að því fyrir Liverpool aðdáendur. Þeir fylgja eftir góðum sigri um síðustu helgi.

Enski bikarinn

Middlesbrough 1 - 4 Manchester City (12:15 á morgun)
City tekur þetta auðveldlega

Arsenal 3 - 0 Lincoln City (17:30 á morgun)
Arsenal vinnur öruggan sigur þarna.

Tottenham 2 - 0 Millwall (14:00 á sunnudag)
Millwall er skemmtilegt dæmi, það er alltaf hiti og læti þar. Tottenham er með gott lið og vinnur örugglega þó að Millwall nái að róta aðeins í þeim.

Chelsea 2 - 1 Manchester United (19:45 á mánudag)
Ég er himinlifandi með Chelsea liðið í dag og svo fer margt úr United liðinu þar sem Zlatan er í banni.

Championship

Newcastle 1 - 0 Fulham (15:00 á morgun)
Raggi Sig verður á bekknum og Newcastle vinnur. Þeir eru á fljúgandi siglingu og fara upp.

Leeds 2 - 0 QPR (15:00 á morgun)
Af því að maður var aðdáandi Leeds á sjöunda áratugnum, þegar Billy Bremner og félagar voru að spila, þá setjum við þetta á Ledds.

Sjá einnig:
Gæi (7 réttir)
Bjarki Már Elísson (7 réttir)
Sigurður Egill Lárusson (7 réttir)
Sölvi Tryggvason (7 réttir)
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (7 réttir)
Aron Sigurðarson (6 réttir)
Auðunn Blöndal (6 réttir)
Egill Helgason (6 réttir)
Helgi Björnsson (6 réttir)
Hans Steinar Bjarnason (5 réttir)
Logi Bergmann Eiðsson (5 réttir)
Tómas Þór Þórðarson (5 réttir)
Þorgrímur Þráinsson (5 réttir)
Haukur Harðar (4 réttir)
Kjartan Atli Kjartansson (4 réttir)
Margrét Lára Viðarsdóttir (4 réttir)
Milos Milojevic (4 réttir)
Siggi Hall (4 réttir)
Viðar Örn Kjartansson (4 réttir)
Böddi the great (3 réttir
Davíð Þór Viðarsson (3 réttir)
Eggert Magnússon (3 réttir)
Hjálmar Örn (3 réttir)
Páll Magnússon (3 réttir)
Samúel Örn Erlingsson (3 réttir)
Theodór Elmar Bjarnason (3 réttir)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner