Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 20. júlí 2017 08:45
Magnús Már Einarsson
Clement: Ekki ómögulegt að Gylfi verði áfram
Mynd: Getty Images
Paul Clement, stjóri Swansea, segir að möguleiki sé á að Gylfi Þór Sigurðsson verði áfram hjá félaginu.

Everton og Leicester hafa bæði sýnt Gylfa áhuga í sumar en Swansea hefur sett 50 milljóna puna verðmiða á hann. Gylfi fór ekki með Swansea í æfingaferð til Bandaríkjanna í síðustu viku en hann æfir þessa dagana með U23 ára liði félagins í Wales.

„Ég tel að það sé ekki ómögulegt," sagði Clement aðspurður hvort Gylfi verði áfram.

„Ég held að allir aðilar aðilar vilji fá lausn í þetta mál," bætti Clement við eftir 2-1 sigur Swansea á Richmond Kickers í nótt.

„Ég ræddi við Gylfa fyrir tveimur dögum síðan. Ég á í mjög góðu sambandi við Gylfa. Formaðurinn og eigendurnir vita hvað mér finnst um stöðuna. Við ræðum daglega um stöðuna. Best væri að fá niðurstöðu fljótlega."
Athugasemdir
banner
banner