Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
Gregg Ryder: Skrítnasta sem að ég hef nokkurntímann séð
banner
   fös 03. júní 2016 07:00
Elvar Geir Magnússon
Falkirk
Margrét Lára: Höfum þjálfarateymi í hæsta gæðaflokki
Margrét Lára á æfingu íslenska liðsins í gær.
Margrét Lára á æfingu íslenska liðsins í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Skotlandi í toppslag í Falkirk í kvöld klukkan 18 en bæði lið hafa fullt hús stiga í undankeppni EM. Fótbolti.net ræddi við Margréti Láru Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, á æfingu í gær.

„Þetta verður rosaleg barátta, báðum liðum langar ofboðslega í sigur. Við ætlum okkur að vinna stigin þrjú, það er ekki spurning. Svo verðum við að sjá hvernig leikurinn þróast og hvað maður sættir sig við í lokin," segir Margrét.

„Skotlan er með frábæra sóknarlínu. Frábæra leikmenn fram á við sem hafa spilað marga leiki saman. Þær eru margar komnar yfir 100 leiki svo þær eru reyndar."

Hvað hefur íslenska liðið umfram það skoska?

„Við höfum farið á EM og þekkjum það að spila svona stóra leiki og hvernig eigi að höndla það. Ég held að það muni hjálpa okkur. Við erum með frábært fótboltalið, erum ótrúlega vel skipulagðar og með þjálfarateymi í hæsta gæðaflokki sem leggur leikinn vel upp fyrir okkur. Við erum með afskaplega mikið sjálfstraust og teljum okkur vita það hvernig Skotarnir ætla að spila þennan leik."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner