Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fös 06. október 2017 23:28
Brynjar Ingi Erluson
Eiður Smári: Jón Daði má bera númerið 22 á bakinu að eilífu
Icelandair
Eiður Smári Guðjohnsen
Eiður Smári Guðjohnsen
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, var sérstaklega hrifinn af frammistöðu Jóns Daða Böðvarssonar í 3-0 sigrinum á Tyrklandi í undankeppni HM í kvöld.

Jón Daði var magnaður í kvöld. Hann lagði upp fyrstu tvö mörk leiksins en það fyrra var eftir skemmtilega undirbúning. Hannes Þór Halldórsson kom þá boltanum á Hörð Björgvin Magnússon sem stangaði hann áfram á Jón Daða. Hann kom svo boltanum fyrir markið á Jóhann Berg sem skoraði í samskeytin.

Hann lagði þá einnig upp markið sem Birkir Bjarnason skoraði. Hann potaði boltanum á milli tveggja varnarmanna áður en Birkir þrumaði knettinum í þaknetið.

Jón Daði leikur í treyju númer 22 en Eiður Smári bar það númer í gegnum ferilinn bæði með landsliðinu og svo Bolton, Chelsea, AEK, Cercle Brugge og Club Brugge svo eitthvað sé nefnt.

Eiður sættir sig vel við það að Jón Daði sé með þetta treyjunúmer.

„Eftir frammistöðu kvöldsins má Jón Daði bera nr. 22 á bakinu for life fyrir mér," sagði Eiður á Twitter.



Athugasemdir
banner
banner