Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 08. október 2015 13:50
Elvar Geir Magnússon
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Lettlandi
Icelandair
Frá landsliðsæfingu Íslands í dag.
Frá landsliðsæfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsþjálfararnir Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerback hafa talað um að þeir ætli ekki að vera með tilraunastarfssemi í komandi landsleikjum gegn Lettum og Tyrkjum þó sæti Íslands á EM sé tryggt. Nú er stefnan sett á að vinna riðilinn.

Ísland mætir Lettlandi á Laugardalsvelli á laugardag og má búast við því að íslenska liðið verði meira með boltann og gestirnir liggi til baka. Hér að neðan má sjá líklegt byrjunarlið að okkar mati.



Við spáum því að Theodór Elmar Bjarnason muni verða í hægri bakverðinum í þessum leik. Elmar var um tíma hægri bakvörður númer eitt í undankeppninni en missti sæti sitt til Birkis Más Bjarnasonar. Þar sem Ísland mun væntanlega sækja meira en andstæðingar sínir á laugardag ætlum við að spá því að Elmar verði í byrjunarliðinu en Birkir fái leikinn gegn Tyrklandi.

Að öðru leyti má búast við óbreyttri varnarlínu og Hannes Þór Halldórsson verður áfram í rammanum,

Fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í leikbanni gegn Lettum og líklegast að Emil Hallfreðsson, sem hefur jafnað sig eftir meiðsli, komi inn í stað Arons.

Lars sagði í viðtali fyrr í dag að Jón Daði Böðvarsson sé að glíma við meiðsli og gæti verið hvíldur í leiknum gegn Lettum. Okkar spá er að Eiður Smári Guðjohnsen verði við hlið Kolbeins Sigþórssonar, sem verður fyrirliði í fjarveru Arons. Alfreð Finnbogason gæti einnig byrjað við hlið Kolbeins.

Leikurinn á laugardag hefst klukkan 16:00 og verður hitað vel upp fyrir hann í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X-inu FM 97,7 milli 12 og 14 á leikdegi
Athugasemdir
banner
banner
banner