Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
   fim 08. október 2015 12:42
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Lagerback: Allir heilir heilsu nema Jón Daði
Jón Daði gæti verið hvíldur fram yfir Lettaleikinn
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Guðmundur Karl
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir komandi verkefnum með liðinu.

Hann segir það skemmtilegasta við starfið sé að spila leiki.

„Já, þetta er það skemmtilegasta við starfið, ég hlakka mikið til. Þetta er okkar síðasti heimaleikur og það er aukin ástæða til að hlakka til með allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum"

Lettar lágu svolítið til baka í fyrri leik liðana og býst Svíinn við svipuðum leik núna.

„Ég held þetta verði svipaður leikur og fyrri leikurinn, það er hægt að bera þetta saman við heimaleikinn gegn Kasakstan líka. Þeir eru mjög skipulagðir og verjast mjög vel og koma með skyndisóknir, þeir eru með góða leikmenn og þetta verður erfiður leikur."

„Við þurfum klárlega að vera betri í síðasta þriðjungi vallarins, við stjórnuðum leiknum vel en við þurftum bara eitt stig og ég skil að leikmennirnir voru varkárir. Við þurfum að komast bakvið þá á köntunum og pressa meira á þá en við gerðum á móti Kasakstan."

Lagerback segir leikina mikilvæga þrátt fyrir að Íslands sé komið á EM.

„Við höfum talað um það við leikmennina að við verðum að komast úr þægindarammanum því við höfum komist áfram. Þessir leikir eru mikilvægir fyrir margar ástæður. Við eigum ennþá möguleika á að komast upp í þriðja styrkleikaflokk."

Hann segir stöðuna á hópnum góða og eru allir heilir heilsu nema Jón Daði sem varð fyrir hnjaski en það er ekkert alvarlegt.

„Allir eru fullir heilsu nema Daði (Jón Daði Böðvarsson) hann fór í myndatöku í gær en það var ekkert alvarlegt. Hann mun hvíla í dag og jafnvel fram yfir Lettaleikinn."

Hann segir rigninguna síðustu daga ekki vera vandamál.

„Þetta er ekkert mál fyrir mig, þetta er ekki slæmt veður, bara slæm föt."
Athugasemdir
banner
banner
banner