Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
   fim 08. október 2015 12:42
Jóhann Ingi Hafþórsson
Laugardal
Lagerback: Allir heilir heilsu nema Jón Daði
Jón Daði gæti verið hvíldur fram yfir Lettaleikinn
Icelandair
Lars Lagerback.
Lars Lagerback.
Mynd: Guðmundur Karl
Lars Lagerback, landsliðsþjálfari Íslands er spenntur fyrir komandi verkefnum með liðinu.

Hann segir það skemmtilegasta við starfið sé að spila leiki.

„Já, þetta er það skemmtilegasta við starfið, ég hlakka mikið til. Þetta er okkar síðasti heimaleikur og það er aukin ástæða til að hlakka til með allan þennan stuðning frá stuðningsmönnum"

Lettar lágu svolítið til baka í fyrri leik liðana og býst Svíinn við svipuðum leik núna.

„Ég held þetta verði svipaður leikur og fyrri leikurinn, það er hægt að bera þetta saman við heimaleikinn gegn Kasakstan líka. Þeir eru mjög skipulagðir og verjast mjög vel og koma með skyndisóknir, þeir eru með góða leikmenn og þetta verður erfiður leikur."

„Við þurfum klárlega að vera betri í síðasta þriðjungi vallarins, við stjórnuðum leiknum vel en við þurftum bara eitt stig og ég skil að leikmennirnir voru varkárir. Við þurfum að komast bakvið þá á köntunum og pressa meira á þá en við gerðum á móti Kasakstan."

Lagerback segir leikina mikilvæga þrátt fyrir að Íslands sé komið á EM.

„Við höfum talað um það við leikmennina að við verðum að komast úr þægindarammanum því við höfum komist áfram. Þessir leikir eru mikilvægir fyrir margar ástæður. Við eigum ennþá möguleika á að komast upp í þriðja styrkleikaflokk."

Hann segir stöðuna á hópnum góða og eru allir heilir heilsu nema Jón Daði sem varð fyrir hnjaski en það er ekkert alvarlegt.

„Allir eru fullir heilsu nema Daði (Jón Daði Böðvarsson) hann fór í myndatöku í gær en það var ekkert alvarlegt. Hann mun hvíla í dag og jafnvel fram yfir Lettaleikinn."

Hann segir rigninguna síðustu daga ekki vera vandamál.

„Þetta er ekkert mál fyrir mig, þetta er ekki slæmt veður, bara slæm föt."
Athugasemdir
banner