Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 09. apríl 2014 10:00
Magnús Már Einarsson
Meistaraspáin: Spá Man Utd áfram
Nær Manchester United að slá núverandi meistara út?
Nær Manchester United að slá núverandi meistara út?
Mynd: Getty Images
Börsungar þurfa að skora gegn Atletico Madrid.
Börsungar þurfa að skora gegn Atletico Madrid.
Mynd: Getty Images
Brynjar Ingi Erluson fréttaritari Fótbolta.net spáði hárrétt fyrir um 2-0 sigur Chelsea á PSG í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Fótbolti.net hefur því þriggja stiga forskot á toppnum eftir leiki gærkvöldsins.

Í kvöld mætast FC Bayern og Manchester United í Þýskalandi og Atletico Madrid og Barcelona á Spáni en í báðum leikjum er staðan 1-1 eftir fyrri leikinn.

Hér að neðan má sjá spárnar fyrir leiki kvöldins en líkt og í gær hleypur Reynir Leósson í skarðið fyrir Hjört Hjartarson.

Fótbolti.net (Daníel Freyr Jónsson)

FC Bayern 2 - 2 Manchester United

Ég hef trú á United í þessum leik. Þrír síðustu leikir liðsins hafa verið flottir. Ég spái því að United nái í tvígang að jafna metin eftir að hafa lent undir. Staðan verður þegar orðin 2-2 snemma í síðari hálfleik og með ótrúlegri baráttu nær United að koma í veg fyrir þriðja mark Bayern.

Atletico Madrid 0 - 1 Barcelona

Barcelona klárar þetta verkefni í kvöld en það verður þó ekki auðvelt. Tippa á að Neymar verði hetjan. Líkur eru á að Diego Costa og Ardan Turan verði hvorugir með heimamönnum og munar um minna fyrir þá.

Kristján Guðmundsson

Bayern 3 - 0 Manchester United
United rútunni verður lagt fyrir framan markið hjá þeim eins og í fyrrir leiknum en nú gengur það ekki eins vel og Bayern sprengir upp þennan leik.

Atletico Madrid 1 - 1 Barcelona
Framlenging í Madrid enda mjög jafnt einvígi .

Reynir Leósson

FC Bayern 2 - 2 Manchester United
Þarna verða óvænt úrslit. United kemst áfram eftir mikla dramatík. United jafnar úr föstu leikatriði á síðustu tíu mínútunum og þeir hanga á jafnteflinu og fara áfram.

Atletico Madrid 1 - 2 Barcelona
Þetta verður brjálaður leikur þar sem dómarinn verður umkringdur svona 15 sinnum. Hann verður undir miklu álagi frá báðum liðum en Börsungar klára þetta á útivelli.

Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Fótbolti.net - 17
Kristján Guðmundsson - 14
Hjörtur Hjartarson - 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner