Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   fös 10. febrúar 2017 07:15
Elvar Geir Magnússon
Gummi Steinars: Pósthólfið hjá Gústa fullt
Gummi Steinars og Gústi Gylfa.
Gummi Steinars og Gústi Gylfa.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinarsson, aðstoðarþjálfari Fjölnis, var að vonum hæstánægður með 3-0 sigur gegn KR í undanúrslitum Reykjavíkurmótsins í gær. Guðmundur stýrði Fjölnisliðinu í leiknum þar sem Ágúst Gylfason var í vinnuferð erlendis.

Lestu um leikinn: Fjölnir 3 -  0 KR

„Þetta var flott frammistaða hjá strákunum og virkilega ánægjulegt að halda hreinu og skora þrjú mörk," sagði Guðmundur eftir leikinn.

Meðal leikmanna sem Fjölnir hefur fengið til sín fyrir tímabilið er Igor Taskovic sem var hjá Víkingi Reykjavík. Taskovic hefur bæði leikið í miðverði og á miðju hjá Víkingum en Guðmundur segir hann hugsaðan sem miðjumann hjá Grafarvogsliðinu.

Fjölnir var með erlendan miðvörð til reynslu um daginn en ljóst er að hann mun ekki semja við félagið.

„Gústi sér meira um þessi mál en ég. Ég held að pósthólfið hjá honum sé fullt á hverjum einasta degi af leikmönnum sem vilja koma og sýna sig," sagði Guðmundur á léttu nótunum.

Fjölnir leikur gegn Val í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins næsta mánudag í Egilshöll en Fjölnir hefur aldrei orðið Reykjavíkurmeistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner