Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 10. ágúst 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Pochettino viss um að Tottenham nái að fá nýja leikmenn
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist vera viss um að félagið nái að fá nýja leikmenn í hópinn áður en félagaskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin.

Tottenham hefur ekki fengið neinn nýjan leikmann í hópinn í sumar ólíkt öðrum félögum í toppbaráttunni á Englandi.

„Það er ekki auðvelt að finna réttu mennina en ég er viss um að við munum bæta við leikmönnum á næstu vikum," sagði Pochettino í dag.

Tottenham er að eyða 750 milljónum punda í byggingu á nýjum leikvangi auk þess sem Daniel Levy formaður félagsins hefur lýst því yfir að verðin á félagaskiptamarkaðinum séu alltof há.

„Ég get hreinskilnislega sagt að fjárhagurinn hafi ekki haft áhrif á leikmannamarkaðinn hjá okkur því við höfum ekki fundið neinn leikmann sem við viljum kaupa en höfum ekki efni á," sagði Pochettino en hann var í kjölfarið spurður út í ummæli Levy.

„Ég veit mjög lítið í viðskipti en að sjálfsögðu virði ég hans skoðun. Hann er að mínu mati einn af bestu viðskiptamönnum landsins og ég er viss um að hann hefur margar ástæður til að segja þetta."

„Það er satt að aðstæðurnar hjá okkur eru kannski svolítið öðruvísi en hjá öðrum félögum en þú verður að bíða og passa upp á að þú fáir rétta manninn til að hjálpa þér."

„Við viljum styrkja okkur í öllum stöðum. Við viljum fá kannski þrjá eða fjóra leikmenn. Við þurfum menn í sókn og vörn. Við þurfum einn í hverri línu."


Sjá einnig:
Tottenham innkastið - Nýr Walker í bakverðinum
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner