Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   þri 12. mars 2024 16:57
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hugsaði allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram"
Kominn aftur í uppeldisfélagið.
Kominn aftur í uppeldisfélagið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þegar ég var í bakverðinum átti ég góða leiki
Þegar ég var í bakverðinum átti ég góða leiki
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég fann þarna aftur gamla leikmanninn í sjálfum mér
Ég fann þarna aftur gamla leikmanninn í sjálfum mér
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tengingin við Fram er virkilega sterk, þarna á ég heima, þurfti kannski að fara eitthvað annað til þess að sjá það.
Tengingin við Fram er virkilega sterk, þarna á ég heima, þurfti kannski að fara eitthvað annað til þess að sjá það.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Alex Freyr Elísson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við uppeldisfélagið sitt Fram eftir rúmlega eins árs fjarveru. Alex samdi við Breiðablik eftir tímabilið 2022 og var fyrri hluta síðasta tímabils í Kópavogi. Seinni hlutann var hann svo á láni hjá KA.

Hægri bakvörðurinn ræddi við Fótbolta.net um skiptin í Fram.

„Ég vildi fá að spila fótbolta aftur og koma heim. Ég er búinn að brosa helvíti mikið í dag, þetta er frábær tilfinning og ég er mjög spenntur að byrja," sagði Alex.

„Þetta gerðist nokkuð fljótt í gær, viðræðurnar hafa verið í gangi í um mánuð, verið smá strembið en það fór allt í gang í gær og við kláruðum þetta í dag. Ég var ekki að skoða aðra möguleika, Fram var eina liðið á Íslandi sem ég var að skoða."

„Tengingin við Fram er virkilega sterk, þarna á ég heima, þurfti kannski að fara eitthvað annað til þess að sjá það. Þarna líður mér best og þarna næ ég að vera besta útgáfan af sjálfum mér."


Erfitt ár en kemur til baka sem miklu betri leikmaður
Hvernig var þetta ár í burtu frá Fram?

„Í hreinskilni var það frekar leiðinlegt, erfitt ár, en ég reyni að taka það jákvæða úr þessu öllu saman. Það er nokkuð ljóst að ég er miklu betri leikmaður en þegar ég var síðast hjá Fram, þó að ég spilaði ekki mikið."

Er einhver eftirsjá að hafa farið frá Fram?

„Nei, alls ekki. Ég sé ekki eftir neinu. Þetta átti að fara svona. Ég kem til baka ári seinna sem betri leikmaður og betri manneskja."

Fann sitt gamla form hjá KA
Hjá KA var Alex í stóru hlutverki áður en hann meiddist, hann var fyrir það búinn að spila sex leiki.

„Það var ógeðslega gaman í KA og ég átti mjög góða mánuði þar. Það var þvílíkur skellur að meiðast í leiknum gegn Club Brugge sem var viku fyrir bikarúrslitin. Það voru vonbrigði að meiðast. Ég fann þarna aftur gamla leikmanninn í sjálfum mér, fann hann aldrei hjá Breiðabliki og náði aldrei að vera sá leikmaður sem ég er. Sjálfstraustið var ekki til staðar en það kom strax til baka þegar ég fór í KA - í annað umhverfi."

„Það er mjög erfitt að ná sjálfstraustinu til baka ef þú ert ekki að fá að spila. Ég átti erfitt með það, það er ekki gott fyrir neinn að vera ekki með sjálfstraust. Sjálfstraust í fótbolta er lykillinn að þessu."

„Ef horft er á leikina sem ég átti fyrir Breiðablik þá átti ég ekki slakan leik. Það var kannski gegn FH þegar ég kom inn á sem kantmaður, þá átti ég ekkert alltof góða innkomu. Þegar ég var í bakverðinum átti ég góða leiki."


Dreymir um Evrópu
Alex er með háleit markmið með Fram.

„Ég vil komast í topp sex, ekki vera í botnbaráttu. Ég vil spila alla leiki. Það væri mjög gaman að fara í Evrópu, maður upplifði smá Evrópuævintýri og á meðan á því stóð hugsaði ég allan tímann um hversu geggjað það væri að gera þetta með Fram. Það er draumurinn og stefnan."

Ekkert annað í boði en að byrja alla leiki
Það eru margir kostir í hægri bakvarðarstöðuna hjá Fram. Í vetur var Kennie Chopart fenginn frá KR og fyrir voru þeir Adam Örn Arnarson og Sigfús Árni Guðmundsson hjá félaginu. Er ekkert hræddur við samkeppnina?

Síðast sagði ég nei, það fór eins og það fór. Samkeppnin verður að vera til staðar og ég er tilbúinn í hana. Það er undir mér komið aftur að vera númer eitt. Það er ekkert annað í boði en að byrja alla leiki."

Alvöru nafn og alvöru þjálfari
Hvernig líst Alex á að vinna með þjálfaranum Rúnari Kristinssyni?

„Ótrúlega spenntur, það er alvöru nafn, alvöru þjálfari og ég held að hann muni henta mér mjög vel. Ég hlakka til að mæta á æfingu á eftir," sagði Alex. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner