Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
banner
   mið 13. mars 2024 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildi finna hamingjuna aftur - „Ótrúlega erfitt andlega"
Lengjudeildin
Mættur í Fjölni.
Mættur í Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur í leiknum gegn Val sem Grindavík vann eftirminnilega.
Dagur í leiknum gegn Val sem Grindavík vann eftirminnilega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úlfur og Dagur unnu áður saman hjá Aftureldingu.
Úlfur og Dagur unnu áður saman hjá Aftureldingu.
Mynd: Fjölnir Facebook
Dagur og Máni.
Dagur og Máni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Í vetur rifti ég hjá Grindavík eftir erfitt tímabil þar sem ég var mikið meiddur. Fjölnir hafði samband við mig stuttu seinna. Það sem hjálpaði til var að bróðir minn er í liðinu og ég þekki aðeins til þeirra, aðallega Úlla, ég hef spilað undir hans stjórn áður. Þannig byrjaði boltinn að rúlla," sagði Dagur Austmann Hilmarsson sem samdi við Fjölni í desember eftir að hafa verið hjá Grindavík á síðasta tímabili.

Dagur er 25 ára bakvörður og er tvíburabróðir Mána sem er sömuleiðis leikmaður Fjölnis.

„Ég fór á lán frá Stjörnunni til Aftureldingar í hálft tímabil og var með Úlla þar sem þjálfara. Sambandið okkar er mjög gott og við erum fínir vinir í dag." Úlli er Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis.

Dagur og Máni hafa spilað saman hjá Stjörnunni, í Danmörku, hjá Leikni og svo núna hjá Fjölni.

„Það er alltaf gaman að spila með honum, alltaf geggjað. Það gefur manni að sjálfsögðu auka sjálfstraust að spila með bróður sínum og besta vini sínum."

En hvernig á að þekkja tvíburana í sundur?

„Eins og er þá er ég að safna hári, það gæti hjálpað til," sagði Dagur og hló. „Annars er ég aftarlega á vellinum og yfirleitt spila ég í hvítum skóm. Máni er í lituðum skóm, ég vil vera í hvítum og hann í lituðum," sagði Dagur og sagði svo brosandi að Máni væri betri leikmaðurinn af þeim tveimur.

Furðulegt undirbúningstímabil
Hvernig líst Degi á Fjölni og tímabilið framundan?

„Mér líst mjög vel á þetta, við erum með ungt og skemmtilegt lið. Ég held að við munum koma mörgum á óvart, held í alvörunni að við eigum eftir að gera gott mót."

„Þetta byrjaði mjög hægt hjá okkur í Reykjavíkurmótinu. Við skoruðum tvö mörk og fengum fullt af mörkum á okkur. Þetta er svo furðulegt undirbúningstímabilið hjá okkur. Þetta er svo langt og menn kannski ekki alveg í standi líkamlega og andlega til að byrja með. En uppgangurinn er góður og ég held að við séum á fínni leið núna. Við vorum miklu betri í Lengjubikarnum heldur en í Reykjavíkurmótinu. Vonandi er þetta allt á réttri leið."

   11.02.2024 09:30
Úlfur: Höfum ekki bolmagn til að borga morðfjár í laun

Ógeðslega þungt og erfitt
Dagur var beðinn um að gera upp síðasta tímabil.

„Tímabilið hjá Grindavík byrjar frábærlega, við vinnum held ég fyrstu fimm leikina sem ég spila og ég meiðist í leiknum eftir bikarleikinn gegn Val. Ég var tæklaður illa og ristarbrotna. Ristin á mér fer í spað, algjört mauk. Ég fer á sjúkrahús og mér sagt að ég sé ekki brotinn. Ég er því alltaf að reyna æfa, held að ég sé ekki brotinn, er að æfa og það gengur ekkert upp. Ég er ekkert að jafna mig og er sendur í MRI, þá kemur í ljós að bein 2 og 4 í ristinni eru brotin og ég þurfi að fara í aðgerð. Aðgerð þýddi að ég myndi ekki spila meira á tímabilinu. Ég ákvað því frekar að láta á það reyna að ég gæti eitthvað spilað, en það gekk ekkert. Ég fór svo í aðgerð í október, er því brotinn frá því maí fram í október."

„Þetta var langt og þungt tímabil persónulega og ótrúlega erfitt andlega."

„Við sem lið duttum úr þeim takti sem við vorum komnir í eftir bikarleikinn gegn Val. Það var erfiður uppgangur eiginlega allt tímabilið eftir það. Ég held að það séu allir sammála sem spiluðu í þessu liði að þeir eru ekki sáttir með hvernig þetta fór."


Dagur vildi endurstilla sig og prófa eitthvað annað eftir þetta erfiða tímabil.

„Þetta var það þungt tímabil andlega, ég var að hugsa hvað ég ætti að gera varðandi fótboltann og allt saman. Aðalástæðan fyrir því að ég rifti við Grindavík var að finna eitthvað nýtt upphaf. Ég vildi reyna finna hamingjuna aftur."

„Það voru aðrir kostir í stöðunni, en mig langaði helst að fara í umhverfi sem ég þekki; ég þekki þjálfarann og strákana. Ég vildi finna vellíðan aftur, vera ánægður."


Meiðsli sem ekki var hægt að koma í veg fyrir
Dagur hefur glímt við sinn skerf af meiðslum á sínum ferli. Hann hafði ökklabrotnað og lent í höfuðmeiðslum fyrr á sínum ferli og ristarbrotnaði í fyrra. Er þetta ekki komið fínt?

„Þetta eru ekki meiðsli sem eru vöðvatengd, aldrei eitthvað sem ég get komið í veg fyrir. Ég hef lent fjórum sinnum í höfuðmeiðslum, ökklabrot og svo ristarbrot. Ég var níu mánuði frá að jafna mig á báðum brotum, átján mánuðir í heild. Þetta er orðið ótrúlega þungt og ég ætla að vona að þetta sé búið núna," sagði Dagur að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner