Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   mið 14. janúar 2015 10:10
Magnús Már Einarsson
Lavezzi til Liverpool?
Powerade
Lavezzi er orðaður við Liverpool.
Lavezzi er orðaður við Liverpool.
Mynd: Getty Images
Jay Rodriguez.
Jay Rodriguez.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er á sínum stað í dag líkt og alla aðra daga.



Ezequiel Lavezzi, framherji PSG, er á leið til Liverpool á átta milljónir punda. (Daily Express)

Manchester City er að íhuga 20 milljóna punda tilboð í Jay Rodriguez framherja Southampton. (Daily Mail)

West Ham vill fá kaupa Alex Song frá Barcelona en hann er í láni hjá félaginu. (Marca)

Arsenal er að íhuga 12 milljóna punda tilboð í Mattia Perin markvörð Genoa. (Daily Express)

Jermain Defoe, framherji Toronto er á leið til Sunderland. (Sun)

Arsenal vonast til að fá miðjumanninn unga Krystian Bielik frá Legia Varsjá þrátt fyrir að Hamburg hafi einnig áhuga. (London Evening Standard)

Tony Pulis, stjóri WBA, vill losa sig við framherjann Georgios Samaras og fá Rudy Gestede frá Blackburn í hans stað. (Daily Mirror)

Southampton er að undirbúa 15 milljóna punda tilboð í Rafa Silva miðjumann Braga. (Daily Mirror)

Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, segir að félagið hafi ekkert að gera við David De Gea þar sem Iker Casillas sé betri. (Talksport)

Harry Redknapp, stjóri QPR, gæti fengið sparkið ef liðið tapar gegn Manchester United um helgina. (Daily Mirror)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, óttast að Harry Kane fari að sýna þreytumerki. (Daily Express)

Reyndustu leikmenn Newcastle hafa óskað eftir því að félagið fari að ráða eftirmann Alan Pardew sem fyrst. (Guardian)

Arsenal hefur boðið framherjanum Chuba Akpom nýjan þriggja ára samning. (London Evening Standard)
Athugasemdir
banner
banner
banner