Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 12:47
Elvar Geir Magnússon
Belgar í treyjum sem eru tileinkaðar Tinna
Tinnatreyjan var kynnt á Tinna safninu í Brussel.
Tinnatreyjan var kynnt á Tinna safninu í Brussel.
Mynd: EPA
Varatreyja belgíska landsliðsins sem verður notuð á EM í Þýskalandi í sumar er tileinkuð teiknimyndapersónunni Tinna.

Ævintýri Tinna eru gríðarlega vinsæl og eru eitt af þjóðarstoltum Belga en blaðamaðurinn forvitni er sköpunarverk listamannsins Hergé. Tinni birtist fyrst í myndasögu í dagblaðinu Le Petit Vingtième árið 1929.

Bækurnar um Tinna voru gefnar út í íslenskri þýðingu og einnig hafa teiknimyndaþættir verið sýndir í sjónvarpi með íslenskri talsetningu.

Í Brussel má finna sérstakt Tinna safn en þar var nýja treyjan, sem er hönnuð í stíl við klæðaburð Tinna, kynnt með formlegum hætti í dag. Hægt er að sjá fleiri myndir frá þeim viðburði hér að neðan.


Athugasemdir
banner