Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 17:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kallið kom Pablo ekki á óvart - Vonar að í þetta skiptið fái hann að spila gegn Messi
Með fána El Salvador eftir að hafa orðið bikarmeistari.
Með fána El Salvador eftir að hafa orðið bikarmeistari.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég horfi á þetta sem frumraun númer tvö hjá mér'
'Ég horfi á þetta sem frumraun númer tvö hjá mér'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Pablo Punyed, leikmaður Víkings, var í vikunni valinn í landsliðshópinn hjá El Salvador. Miðjumaðurinn var síðast í hópnum árið 2021, fyrir um tveimur og hálfu ári síðan.

Pablo segir í viðtali við Fótbolta.net að valið hafi ekki komið sér á óvart þar sem staðið hefði til að velja hann í hópinn síðasta haust en þá hafi hann ekki gefið kost á sér.

Pablo er 33 ára miðjumaður sem leikið hefur á Íslandi síðan 2012 og á hann að baki 27 landsleiki og þrjú landsliðsmörk.

„Valið kom mér ekki á óvart, mér finnst ég hafa spilað vel. Í september fékk ég tækifæri á að fara í landsliðsverkefni en ég valdi að fara ekki. Við í Víkingi vorum þá í toppbaráttu í deildinni og þetta var fyrir bikarúrslitaleikinn. Ég ákvað að vera heima og hjálpa konunni með börnin, þau voru yngri þá en núna."

„Þeir hafa reynt síðustu mánuði að fá mig og því kom þetta ekki á óvart. Núna kemur FIFA gluggi sem er spennandi fyrir okkur."


Eru ekki oft löng ferðalög í þessa leiki?

„Það getur verið það ef leikirnir eru í El Salvador eða í Suður-Ameríku. Árið 2015 spilaði ég á móti Síle í Síle og flugið þangað tók 20 tíma. En að fara til Bandaríkjanna er minnsta mál samanborið við það."

Messi á bekknum síðast
El Salvador á vináttuleiki við Bonaire og Argentínu í komandi landsliðsglugga. Báðir leikir verða spilaðir í Bandaríkjunum. Hvernig líst Pablo á að fara spila gegn Lionel Messi?

„Það á eftir að koma í ljós hvort að hann spilar eða ekki. Árið 2015 spiluðum við á móti Argentínu og þá var hann á bekknum allan tímann. Ég fékk ekki tækifærið þá, ég vona að hann spili núna og ég verði inni á vellinum á sama tíma. Það væri mjög gaman."

Núna er meira gaman
Hvernig horfir landsliðið við þér í dag svona á seinni stigum ferilsins? Er mikill bónus að vera núna í landsliðinu?

„Það er bara bónus að vera í landsliðinu. Það er kominn nýr þjálfari, tók við í janúar, og hann er að reyna að skoða alla leikmenn og nota æfingaleikina til að gera það. Þetta er tækifæri fyrir mig. Ég horfi á þetta sem frumraun númer tvö hjá mér. Þetta er mjög gaman, en ég veit að ég er kominn á mín síðustu ár á ferlinum. Því fylgir að ég er með reynslu, hef spilað með landsliðinu áður, hef spilað gegn stórum þjóðum áður. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem ég geri þetta og núna er þetta meira gaman heldur en stress," sagði Pablo.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner