Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 14. mars 2024 14:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pablo hefði viljað fá Gylfa í Víking - „Besti íslenski leikmaður allra tíma"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pablo Punyed, leikmaður Víkings, ræddi í dag við Fótbolta.net. Pablo var á dögunum valinn aftur í landsliðið hjá El Salvador eftir um tveggja og hálfs árs fjarveru. Pablo ræðir um landsliðið í öðrum hluta viðtalsins því í fyrsta hlutanum voru tíðindi dagsins tekin fyrir: Gylfi Þór Sigurðsson er mættur í Bestu deildina. Tilkynnt var í morgun að hann væri búinn að skrifa undir tveggja ára samning hjá Val.

„Geggjað fyrir deildina," sagði Pablo um komu Gylfa. „Þetta er bara frábært, frábærar fréttir. Það hjálpar öllum liðunum að fá gæðaleikmenn inn í deildina, ekki ósvipað og þegar Aron Jó skrifaði undir hjá Val. Þetta lyftir allri deildinni upp. Ég fagna því að Gylfi sé mættur aftur og sé að fara spila og það er geggjað að fá hann í deildina."

Víkingur reyndi að fá Gylfa í sínar raðir en hann ákvað að velja Val. Hefði Pablo viljað fá Gylfa í Víking?

„Auðvitað, hann er besti íslenski leikmaður allra tíma. Það hefði verið mjög gaman, en hann valdi bara Val," sagði Pablo.
Athugasemdir
banner
banner