Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 14. mars 2024 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Óli Jó hjálpaði til við að landa Gylfa
Ólafur Jóhannesson þjálfaði Val á árunum 2015-2019 og tók svo aftur við seinni hluta tímabilsins 2022.
Ólafur Jóhannesson þjálfaði Val á árunum 2015-2019 og tók svo aftur við seinni hluta tímabilsins 2022.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir okkur sem höfum staðið í eldlínunni og fremstir í flokki í félaginu þá er þetta gríðarleg viðurkenning á þetta góða starf sem hefur verið unnið á Hlíðarenda og þá umgjörð sem búið er að skapa.
Fyrir okkur sem höfum staðið í eldlínunni og fremstir í flokki í félaginu þá er þetta gríðarleg viðurkenning á þetta góða starf sem hefur verið unnið á Hlíðarenda og þá umgjörð sem búið er að skapa.
Mynd: Styrmir Þór Bragason
Gylfi Þór Sigurðsson er eins og allir aðdáendur fótbolta á Íslandi vita mættur í Val og mun spila með liðinu í sumar. Gylfi skrifar undir tveggja ára samning.

Fótbolti.net ræddi við formann Vals, Börk Edvardsson, um komu Gylfa til Vals og var hann spurður hver hefði verið lykillinn að því að fá Gylfa á Hlíðarenda. Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum neðst.

En hverjir komu að þessu?

„Ég leiddi samtalið við þá (Gylfa og föður hans), við erum kannski 2-3 í innsta kjarna sem vorum í þessu samningum. Við héldum spilunum þétt að okkur, eðli málsins samkvæmt því að svona mál eru viðkvæm á alla kanta. Því færri sem koma að svona máli í miðjuhringiðunni þeim mun betra."

Í fyrra var fjallað um hlutverk Ólafs Jóhannessonar í tengslum við komu Gylfa á æfingu hjá Val. Óli er fyrrum þjálfari Vals og æfði Gylfi með Val áður en hann svo samdi við Lyngby í Danmörku. Óli Jó og Sigurður Aðalsteinsson, faðir Gylfa, eru góðir vinir.

Er Óli einn af þessum 2-3 í innsta kjarna sem eru hluti af þessum viðræðum?

„Óli Jó er mikill Valsmaður, ég og Óli erum miklir vinir og tölum saman oft á dag, ræðum um fótbolta og allt og ekkert í okkar samtölum. Já, hann er stór hluti af okkar leikmannamálum og leikmannapælingum og þeirri framtíðarsýn sem við erum að skapa. Hann er í fagráði knattspyrnudeildar og kemur mikið að máli á Hlíðarenda. Við leitum mikið til hans," sagði Börkur.
Gylfi mættur í Val - Lyftir deildinni upp um nokkrar hæðir
Athugasemdir
banner
banner