Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 06:00
Auglýsingar
Emil Hallfreðsson býður ungum knattspyrnumönnum með sér í einstakt knattspyrnuævintýri á Ítalíu
Mynd: Emil Hallfreðsson
Eins og kunnugt er hefur Emil nú lagt skóna á hilluna en hann á að baki farsælan landslið og atvinnumannaferil sem telur nú tuttugu ár. Ævintýrið heldur þó áfram og er yfirskriftin á verkefninu “ Knattspyrnuævintýri á Ítalíu með Emil Hallfreðs” og er ætlað 13-15 ára knattspyrnumönnum ( fæddum árin 2009-2010).

Knattspyrnuskólinn er við Gardavatn og flogið verður í beinu flugi til Feneyja.

„Ég flýg út og verð með drengjunum allan tímann, innan vallar sem utan og passa að allt fari rétt og vel fram. Með mér verða svo góðir ítalskir þjálfarar sem ég hef kynnst náið við störf mín hér ytra sl.17 ár," segir Emil.

Til að ná árangri þarf að vera gaman og er því helsta markmið ferðarinnar að drengirnir hafi gaman og njóti þess að æfa vel og spila fótbolta í fallegu umhverfi og góðum félagsskap hvors annars og starfsliðsins.

„Ég og teymið mitt munum leggja áherslu á að hafa æfingarnar skemmtilegar en á sama tíma árangursríkar. Við munum fara vel yfir öll grunnatriði leiksins í jákvæðu, uppbyggjandi og öruggu ítölsku umhverfi. Ég vil að strákarnir fái áskoranir við hæfi og upplifi allar þær mögnuðu og jákvæðu tilfinningar sem fótboltinn færir okkur," sagði hann.

„Að sjálfsögðu verður líka markmannsþjálfari með okkur sem mun kynna nýjar tæknihugmyndir og koma aðra sýn á markmannsstöðuna, en eins og þekkt er eru ítalskir markmannsþjálfarar hátt skrifaðir innan fótboltaheimsins."

„Þó aðalatriði ferðarinnar sé knattspyrna og allt sem að henni snýr að þá munum við líka heimsækja Gardaland og Caneva Aquapark sem eru skemmtigarðar á svæðinu sem/og skoða fegurðina við Gardavatn."

,Ég hlakka til að taka vel á móti ykkur á mínum atvinnumanna og heimaslóðum. Njótum þess að spila og æfa fótbolta, sköpum góðar minningar og skemmtum okkur saman á Ítalíu."

Hér er linkur á facebooksíðu verkefnisins en 25 pláss eru í boði.
Athugasemdir
banner
banner
banner