Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. mars 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
PSG og Arsenal leiða baráttuna um Osimhen
Powerade
Victor Osimhen.
Victor Osimhen.
Mynd: Getty Images
Weston McKennie er orðaður við Manchester United.
Weston McKennie er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Chelsea vill fá Kerkez.
Chelsea vill fá Kerkez.
Mynd: EPA
Verður Mancini næsti stjóri Newcastle?
Verður Mancini næsti stjóri Newcastle?
Mynd: EPA
Osimhen, Rashford, Greenwood, De Bruyne, Southgate, Mancini, Neymar. Föstudagsslúðrið er komið úr prentun og þar kennir ýmissa grasa.

Chelsea óttast að missa af Victor Osimhen (25) sóknarmanni Napoli í sumar en Paris St-Germain og Arsenal eru að komast fram úr í kapphlaupinu um Nígeríumanninn eftirsótta. (Teamtalk)

Ekki er búist við því að Marcus Rashford (26) framherji Manchester United fari til PSG í sumar en fjölmiðlar sögðu að Englendingurinn gæti komið í stað Kylan Mbappe (25) hjá Frakklandsmeisturunum. (Sky Sports)

Weston McKennie (25) hjá Juventus gæti farið til Manchester United en bandaríski miðjumaðurinn er sagður varakostur ef United fær ekki spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) frá Real Sociedad. (Givemesport)

Getafe mun ekki geta haldið Mason Greenwood (22) eftir tímabilið en Manchester United hyggst selja hann til hæstbjóðanda. Fyrsta tilboð verður að vera nálægt 40 milljónum punda. (Marca)

Manchester City hefur ákveðið að fresta viðræðum við Kevin De Bruyne (32) um nýjan samning en belgíski miðjumaðurinn á aðeins rúmt ár eftir af núgildandi samningi sínum. (Football Insider)

Chelsea vill fá Milos Kerkez (20) varnarmann Bournemouth en mun fá samkeppni frá Manchester United um ungverska landsliðsmanninn. (Mirror)

Aston Villa er bjartsýnt á að halda brasilíska miðjumanninum Douglas Luiz (25) þrátt fyrir áhuga frá Arsenal. (90min)

Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands hefur tjáð enska fótboltasambandinu að bíða með að ræða framtíð sína þar til eftir EM í sumar. (Mirror)

Roberto Mancini landsliðsþjálfari Sádi-Arabíu kemur til greina sem næsti stjóri Newcastle ef félagið ákveður að skipta Eddie Howe út í sumar. (HITC)

Newcastle vill flýta fyrir brotthvarfi Dan Ashworth til Manchester United og fá inn Paul Mitchell yfirmann fótboltamála hjá Mónakó til að taka við starfi hans. (Telegraph)

Antonio Nusa (18) framherji Club Brugge heldur áfram að vekja áhuga enskra úrvalsdeildarfélaga. Tottenham, Arsenal, Chelsea og Manchester City eru í baráttunni um norska landsliðsmanninn. (Fichajes)

Chelsea hefur áhuga á franska miðverðinum Leny Yoro (18) hjá Lille en enska félagið skoðar kosti til að fylla skarð Thiago Silva (39) í sumar. (Standard)

Manchester United, Chelsea og Arsenal hafa öll áhuga á spænska táningnum Pau Cubarsi (17) hjá Barcelona. (Football Espana)

Newcastle United og Arsenal vilja fá miðvörðinn Ousmane Diomande (20) frá Sporting Lissabon. Möguleikar Chelsea á að fá hann hafa minnkað þar sem félagið þarf að selja leikmenn áður en þeir kaupa í sumar. (Football Insider)

Manchester City er að kaupa táninginn Timeo Whisker (15), sem fæddur er í Frakklandi, frá Cardiff City fyrir um 250 þúsund pund. (Athletic)

Brasilíska félagið Santos telur að það sé pottþétt að brasilíski framherjinn Neymar (32), sem er hjá Al-Hilla, muni koma aftur til uppeldisfélagsins áður en ferli hans lýkur. (Mundo Deportivo)

PSV Eindhoven vonast til að fá bakvörðinn Sergino Dest (23) og miðjumanninn Malik Tillman (21) alfarið til sín. Bandaríkjamennirnir hafa spilað vel eftir að hafa komið á láni frá Barcelona og Bayern München. (ESPN)

Spænska fótboltasambandið hefur tilkynnt því enska að það vilji velja Mateo Joseph (20) hjá Leeds í U21 landslið sitt. Joseph fæddist á Spáni en hefur spilað fyrir enska U20 landsliðið. (AS)

Enska fótboltasambandið mun setja pressu á að leikir í FA-bikarnum verði ekki endurteknir frá og með þriðju umferð á næsta tímabili. (Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner