Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. maí 2017 09:30
Magnús Már Einarsson
Tveir frá Tottenham til Man Utd?
Powerade
Eric Dier er orðaður við Manchester United.
Eric Dier er orðaður við Manchester United.
Mynd: Getty Images
Batshuayi gæti farið frá Chelsea í sumar.
Batshuayi gæti farið frá Chelsea í sumar.
Mynd: Getty Images
Slúðurpakkinn er kominn úr prentun. Skoðum hann.



James Rodriguez (25) leikmaður Real Madrid ætlar einungis að ganga í raðir Manchester United ef liðið nær Meistaradeildarsæti. (Daily Express)

Manchester United vill fá Kyle Walker (26) og Eric Dier (23) frá Tottenham en þeir gætu tvöfaldað laun sín á Old Trafford. (Daily Star)

Philippe Coutinho (24) segist vera ánægður með að sjá að frábært félag hafi áhuga á sér eftir að hann var orðaður við Barcelona enn á ný. (Daily Express)

Slaen Bilic, stjóri West Ham, ætlar að reyna að fá Dries Mertens (30) kantmann Napooli í sumar. (Sun)

Michy Batshuayi (23) er mögulega á förum frá Chelsea í sumar þrátt fyrir að hafa tryggt liðinu enska meistaratitilinn á föstudag. (Daily Mirror)

Edinson Cavani segir að Alexis Sanchez (28) sé velkominn til PSG í sumar. (Evening Standard)

Willian (28) segist vera ánægður í herbúðum Chelsea en hann hefur verið orðaður við Manchester United. (Daily Star)

Steve Gibson, eigandi Middlesbrough, gæti rekið stjórann Steve Agnew eftir fall úr ensku úrvalsdeildinni. (Daily Mirror)

Arsene Wenger segir að það hafi hjálpað Chelsea í titilbaráttunni að vera ekki í Evrópukeppni á þessu tímabili. (Daily Mail)

Manchester United þarf að berjast við Ajax um framherjann Pawel Cibicki (23) hjá Malmö í Svíþjóð. (Sun)

David Moyes vill fá pening til að kaupa leikmenn og hjálpa Sunderland aftur upp í ensku úrvalsdeildina. (Guardian)

Ginaluigi Donnarumma (18), markvörður AC Milan, hefur sagt vinum sínum að hann sé á leið til Englands. Donnarumma á ár eftir af samningi sínum. (Sun)

Þýska félagið Gladbach vill kaupa danska varnarmanninn Andreas Christensen (21) frá Chelsea en hann hefur verið í láni hjá félaginu í tvö ár. (Kicker)

Sean Dyche, stjóri Burnley, hefur sagt stuðningsmönnum að búast ekki við miklu á leikmannamarkaðinum í sumar. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner