Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 15. maí 2017 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Verður RB Leipzig bannað að spila í Meistaradeildinni?
RB Leipzig lendir í öðru sæti þýsku Bundesligunnar.
RB Leipzig lendir í öðru sæti þýsku Bundesligunnar.
Mynd: Getty Images
Líkur eru á því að þýska liðið RB Leipzig mun missa af sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð, þrátt fyrir að lenda í öðru sæti þýsku Bundesligunnar á þessu tímabili.

RB Leipzig og Red Bull Salzburg, sem urðu austurrískir meistarar síðastliðinn laugardag, eru bæði í eigu orkudrykkjaframleiðandans Red Bull, en reglur UEFA banna að lið með eins sterk tengsl spili í keppnum þeirra á sama tímabilinu.

UEFA mun taka lokaákvörðun í næsta mánuði um það hvort liðin tvö fái leyfi til að spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.

Ef þeir dæma það þannig að aðeins annað liðið fái að spila í keppninni, þá verður það Red Bull Salzburg sem mun keppa. Salzburg lenti ofar í sinni deildarkeppni.

Leipzig gæti líka verið bannað að taka þátt í Evrópudeildinni þar sem Salzburg gæti endað þar eftir riðlakeppnina í Meistardeildinni.
Athugasemdir
banner
banner