Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   þri 15. ágúst 2017 20:54
Þórarinn Jónas Ásgeirsson
Meistaradeildin: Liverpool í góðri stöðu eftir frábæran útisigur
Liverpool menn fagna marki Alexander-Arnold í kvöld
Liverpool menn fagna marki Alexander-Arnold í kvöld
Mynd: Getty Images
Liverpool er í frábærri stöðu eftir fyrri leik liðsins gegn Hoffenheim í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Strákarnir frá Bítlaborginni unnu 2-1 útisigur á Hoffenheim í Þýskalandi í kvöld en liðin mætast aftur eftir viku.

Hoffenheim byrjaði leikinn betur í kvöld og fengu vítaspyrnu eftir ellefu mínútna leik. Simon Mignolet gerði sér þó lítið fyrir og varði spyrnuna frá króatanum, Andrej Kramaric.

Liverpool komst svo yfir með aukaspyrnumarki frá hinum unga Trent Alexander-Arnold. Staðan var því 1-0 í leikhléi fyrir gestina.

James Milner skoraði svo annað mark Liverpool þegar stundarfjórðungur var eftir af leiknum áður en Marc Uth minnkaði muninn fyrir heimamenn í Hoffenheim og gaf Þjóðverjunum smá líflínu fyrir seinni leikinn á Anfield.

Önnur úrslit kvöldsins voru þau að FCK tapaði fyrir Qarabag í Aserbaídsjan fyrr í dag, 1-0. Mahir Madatov skoraði eina mark leiksins á 26. mínútu og FCK í ágætum séns fyrir seinni leikinn í Kaupmannahöfn í næstu viku.

Önnur úrslit kvöldsins má sjá hér fyrir neðan.

Qarabag 1 - 0 FC Kobenhavn
1-0 Mahir Madatov ('26 )

APOEL 2 - 0 Slavia Praha
1-0 Igor de Camargo ('2 )
2-0 Statis Aloneftis ('10 )

Young Boys 0 - 1 CSKA
1-0 Kasim Nuhu ('90 , sjálfsmark)

Hoffenheim 1 - 2 Liverpool
0-0 Andrej Kramaric ('12 , Misnotað víti)
0-1 Alexander-Arnold ('35 )
0-2 James Milner ('74 )
1-2 Marc Uth ('87 )

Sporting 0 - 0 Steaua
Rautt spjald: Mihai Pintilii, Steaua ('81)
Athugasemdir
banner
banner
banner