Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 16. mars 2024 17:29
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Mikael Hrafn með þrennu gegn Sindra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur fyrstu leikjum dagsins er lokið í B-deild Lengjubikars karla, þar sem Kári og Elliði unnu heimaleiki sína.

Mikael Hrafn Helgason var hetja Kára gegn Sindra þar sem hann skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins í 5-0 sigri. Hektor Bergmann Garðarsson og Sveinn Svavar Hallgrímsson komust einnig á blað.

Sindramenn spiluðu allan seinni hálfleikinn leikmanni færri og réðu engan veginn við spræka Skagamenn, sem eru með fullt hús stiga eftir fjórar umferðir í Lengjubikarnum. Sindri er aftur á móti án stiga.

Þá var það Þröstur Sæmundsson sem gerði gæfumuninn í 1-0 sigri Elliða gegn KV, en Þröstur skoraði eina mark leiksins á 57. mínútu.

Þetta er fyrsti sigur Elliða í Lengjubikarnum í ár og er liðið með fjögur stig eftir fjórar umferðir. KV er með þrjú stig.

Kári 5 - 0 Sindri
1-0 Mikael Hrafn Helgason ('37 )
2-0 Mikael Hrafn Helgason ('57 )
3-0 Mikael Hrafn Helgason ('67 )
4-0 Hektor Bergmann Garðarsson ('69 )
5-0 Sveinn Svavar Hallgrímsson ('80 )
Rautt spjald: Kjartan Jóhann R. Einarsson , Sindri ('41)

Elliði 1 - 0 KV
1-0 Þröstur Sæmundsson ('57 )
Athugasemdir
banner
banner