Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   þri 16. apríl 2013 12:30
Elvar Geir Magnússon
Antonio Conte hæstánægður með nýja leikkerfið
Conte notaði 4-3-3 á síðasta tímabili en hefur leikið með þriggja manna vörn á þessu.
Conte notaði 4-3-3 á síðasta tímabili en hefur leikið með þriggja manna vörn á þessu.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte, þjálfari Juventus, er hæstánægður með 3-5-1-1 leikkerfið sem hann notaði í sigrinum gegn Lazio í kvöld. Hann ákvað að spila með Mirko Vucinic einan frammi og Claudio Marchisio þar fyrir aftan.

„Það skiptir ekki máli hversu marga sóknarmenn þú spilar með heldur hversu margir taka þátt í sóknarleiknum. Marchisio gat hjálpað varnarlega og orðið annar sóknarmaður þegar við fórum fram," segir Conte en Juve hefur hingað til leikið 3-5-2.

„Hann og Vucinic ná gríðarlega vel saman. Marchisio var frábær í leiknum en hefði reyndar átt að skora. Með þessu kerfi næ ég líka að láta alla mína bestu menn byrja. Það hefði verið glæpur að nota ekki Paul Pogba á þessum tímapunkti."

Juventus er með ellefu stiga forystu þegar aðeins sex umferðir eru eftir. „Við færumst nær markmiðinu en við þurfum enn sjö stig til að vera öruggir. Við byrjum ekki að fagna fyrr en þetta er í höfn."

Juventus féll úr Meistaradeildinni í síðustu viku.

„Fólk ætti ekki að vera svekkt með árangur okkar þar. Við komumst í 8-liða úrslit og það er magnað afrek. Við höfum verið á toppi deildarinnar frá því á síðasta ári og ef menn ætla að detta í þunglyndi eftir að hafa tapað gegn liði eins og FC Bayern München þá skil ég ekkert lengur í fótboltanum," segir Conte.
Athugasemdir
banner
banner
banner