Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
   þri 16. apríl 2013 20:38
Brynjar Ingi Erluson
Cardiff City í ensku úrvalsdeildina - Hull og Watford töpuðu
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir markalaust jafntefli hjá Cardiff City í kvöld, tókst liðinu aftur á móti að koma sér í sögubækurnar og tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í haust.

Cardiff City gerði markalaust jafntefli við Charlton Athletic í kvöld er liðin mættust í Wales, en Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn í liði Cardiff.

Þetta þýðir það að Cardiff er komið í ensku úrvalsdeildina, en Hull City, sem situr í öðru sæti tapaði í kvöld, sem og Watford sem situr í þriðja sætinu. Þegar þrír leikir eru eftir er Cardiff í fyrsta sæti með 84 stig.

Hull er sjö stigum á eftir Cardiff með 77 stig og Watford með 71 stig í þriðja sætinu. Aron Einar og Heiðar Helguson mæta því í ensku úrvalsdeildina í haust.

Úrslit og markaskorarar:

Leicester City 3 - 2 Bolton
0-1 David N'Gog ('3 , víti)
1-1 Chris Wood ('39 )
2-1 Lloyd Dyer ('41 )
2-2 Darren Pratley ('71 )
3-2 Jeffrey Schlupp ('79 )

Middlesbrough 1 - 0 Nottm Forest
1-0 Mustapha Carayol ('42 )

Ipswich Town 3 - 0 Crystal Palace
1-0 Frank Nouble ('37 )
2-0 Aaron Cresswell ('45 )
3-0 Frank Nouble ('45 )

Barnsley 1 - 1 Derby County
1-0 Chris O'Grady ('47 )
1-1 Paul Coutts ('90 )

Millwall 1 - 0 Watford
1-0 Shaun Batt ('83 )

Blackpool 0 - 0 Sheffield Wed

Bristol City 0 - 1 Birmingham
0-1 Wade Elliott ('16 )

Leeds 1 - 0 Burnley
1-0 Rudolph Austin ('62 )

Cardiff City 0 - 0 Charlton Athletic

Wolves 1 - 0 Hull City
1-0 Kevin Doyle ('55 )

Peterborough United 0 - 0 Brighton

Blackburn 1 - 0 Huddersfield
1-0 Jordan Rhodes ('37 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner