Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   þri 16. apríl 2013 17:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Félög sem falla úr ensku úrvalsdeildinni fá 60 milljónir punda
Bolton fékk greiðslu eftir að hafa fallið í fyrra.
Bolton fékk greiðslu eftir að hafa fallið í fyrra.
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa samþykkt að þau félög sem falla úr deildinni muni fá um það bil 60 milljónir punda í sinn hlut.

Það hefur reynst félögum gífurlegt áfall fjárhagslega að fjalla niður í Championship deildina og þessar greiðslur eiga að hjálpa félögum að takast á við lífið þar.

60 milljónirnar deilast á fjögur ár en þessi samningur tekur gildi næsta haust.

Undanfarin ár hafa félög sem falla úr ensku úrvalsdeildinni fengið 48 milljónir punda sem dreifast á fjögur ár.

Reading, QPR og Wigan eru í fallsætunum í ensku úrvalsdeildinni í dag en tvö fyrrnefndu liðin eiga litla möguleika á að bjarga sér frá falli.
Athugasemdir
banner
banner
banner