Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   þri 16. apríl 2013 19:44
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sky 
Liverpool ætlar ekki að selja Suarez
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool ætlar sér ekki að selja úrúgvæska framherjann Luis Suarez, frá félaginu, en Ian Ayre, framkvæmdarstjóri félagsins greindi frá þessu í dag.

Suarez, sem hefur verið á eldi í vetur, er kominn með 22 mörk í ensku úrvalsdeildinni og er sem stendur markahæsti leikmaður deildarinnar, en í kjölfarið hefur hann vakið áhuga stórliða um alla Evrópu.

Juventus og Bayern München hafa verið á eftir kappanum undanfarna mánuði, ásamt fleiri stórliðum, en Liverpool hyggst ekki ætla sér að selja leikmanninum frá félaginu.

Leikmaðurinn skrifaði undir framlengingu á samning sínum síðasta sumar, en annað tímabil án Meistaradeild Evrópu gæti fælt leikmanninn frá félaginu.

,,Til þess að spila á hæsta stigi í Evrópu og í ensku úrvalsdeildinni þá þarftu að hafa leikmenn á borð við Luis Suarez og Steven Gerrard," sagði Ayre.

,,Svo það síðasta í myndinni er að selja Suarez. Hann er ekki til sölu og við höfum engan áhuga á að selja hann," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner