Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   þri 16. apríl 2013 18:00
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í ítalska boltanum
Stephan Lichtsteiner var flottur gegn Lazio í gær.
Stephan Lichtsteiner var flottur gegn Lazio í gær.
Mynd: Getty Images
Juventus nýtti sér það að Napoli og Milan gerðu jafntefli og jók forskot sitt í deildinni með því að leggja Lazio. Hér að neðan má sjá úrvalslið 32. umferðarinnar.

Ivan Pelizzoli [Pescara]
Stórleikur hans kom ekki í veg fyrir tap Pescara.

Danilo [Udinese]
Gríðarlega traustur þegar Udinese vann Parma á útivelli. Át allt í loftinu.

Miguel Britos [Napoli]
Var með Giampaolo Pazzini í vasanum í 1-1 jafnteflinu gegn AC Milan. Einnig ógnandi sóknarlega í föstum leikatriðum.

Paolo Cannavaro [Napoli]
Fyrirliðinn leiddi sína menn áfram gegn Milan.

Stephan Lichtsteiner [Juventus]
Fór oft ansi illa með Marius Stankevicius og varnarmenn Lazio áttu í miklum vandræðum með hann.

Arturo Vidal [Juventus]
Var eins og stríðsmaður í 2-0 sigrinum gegn Lazio og skoraði þar að auki bæði mörkin.

David Pizarro [Fiorentina]
Ótrúlega vinnusamur og skoraði að auki úr vítaspyrnu þegar Fiorentina lagði Atalanta.

Roberto Pereyra [Udinese]
Bjó til allskonar vandræði fyrir Parma.

Juan Zuniga [Napoli]
Snjall og leikinn leikmaður sem var flottur varnarlega og sóknarlega gegn Milan.

Mauricio Pinilla [Cagliari]
Er stuðningsmaður Inter en var maður leiksins þegar Cagliari vann Inter.

Muriel [Udinese]
Var eins og ljón. Skoraði tvö mörk og átti auk þess þátt í þriðja markinu.

Sjá einnig:
Fyrri úrvalslið í ítalska boltanum
Athugasemdir
banner
banner
banner