Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Aron Jó sannfærði Cole Campbell um að velja Bandaríkin
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Cole Campbell er gríðarlega efnilegur fótboltamaður en það var afar svekkjandi fyrir stuðningsfólk íslenska landsliðsins þegar hann kaus að velja bandaríska landsliðið framyfir það íslenska.

Cole tók þessa ákvörðun á dögunum og segir að Aron Jóhannsson hafi átt stóran þátt í að sannfæra hann um að skipta yfir í bandaríska landsliðið, eftir að hafa spilað fyrir U17 lið Íslands.

Aron Jó býr yfir mikilli reynslu eftir að hafa lent í svipaðri stöðu og Cole á sínum yngri árum. Aron gat valið á milli íslenska landsliðsins og þess bandaríska og hann kaus að spila fyrir stórþjóðina vestanhafs. Aron sér augljóslega ekki eftir þeirri ákvörðun og hvatti Cole til að gera slíkt hið sama.

„Ég spilaði gegn Aroni Jó í íslenska boltanum og hann tók mig til hliðar til að segja mér að ég yrði að skoða að spila fyrir bandaríska landsliðið. Hann sagði að þetta væri ákvörðun sem hann myndi hiklaust taka aftur," sagði Cole þegar hann var spurður hvers vegna hann kaus að velja Bandaríkin.

Cole er partur af unglingaliði Borussia Dortmund og er spenntur að reyna að feta í fótspor samlanda sinna Christian Pulisic og Giovanni Reyna sem komu upp í gegnum öflugt akademíustarf félagsins.

„Þegar ég skrifaði undir hjá Dortmund þá áttaði ég mig á því að ég gæti fetað í fótspor stórkostlegra fótboltamanna sem hafa haft mikil áhrif hjá Borussia Dortmund og bandaríska landsliðinu. Ég vonast til þess að geta notið sömu velgengni og þeir."

Cole er partur af U19 liði Dortmund og vonast til að fá tækifæri með meistaraflokki á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner