Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 17. ágúst 2017 09:00
Fótbolti.net
Hófið - Pape missti af Herjólfi
Uppgjör 15. umferðar
Juanma Ortiz átti viðburðaríka innkomu.
Juanma Ortiz átti viðburðaríka innkomu.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Víkingar fögnuðu sigrinum gegn Blikum ansi innilega!
Víkingar fögnuðu sigrinum gegn Blikum ansi innilega!
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Grindvíkingurinn með gítarinn.
Grindvíkingurinn með gítarinn.
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Leikur KR og Vals endaði markalaus.
Leikur KR og Vals endaði markalaus.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Lokahóf 15. umferðar Pepsi-deildarinnar er haldið þó enn sé einn leikur eftir í umferðinni. FH og Fjölnir eigast við eftir viku en leikurinn var færður til vegna Evrópuleikja Hafnarfjarðarliðsins.

Fólk fékk mest fyrir 2.000 kallinn: Það voru ekki margar flugeldasýningar í þessari viku en flest mörkin komu í spennuleik í Grindavík. Heimamenn náðu að binda enda á taphrinu sína og settu Skagamenn í enn verri mál í neðsta sætinu. Grindavík vann 3-2 sigur.

Innkoma umferðarinnar: Juanma Ortiz í Grindavíkurliðinu átti afskaplega tíðindamikla innkomu af bekknum. Hann kom inn þegar rúmar 20 mínútur voru eftir. Á þeim kafla fiskaði hann víti, skoraði sigurmarkið og fékk tvö gul spjöld og þar með rautt! Fyrra gula spjaldið fékk hann fyrir að fagna sigurmarkinu með því að rífa sig úr að ofan.

EKKI lið umferðarinnar: Við viðurkennum að það er kannski ósanngjarnt að hafa Harald í markinu. En það var bara enginn augljós kostur í þá stöðu í EKKI liðið. Tilburðir Haraldar í markinu sem hann fékk á sig gegn KA voru þó vissulega furðulegir.


Ekki bátsferð umferðarinnar: Pape Mamadou Faye átti að vera í byrjunarliði Víkings Ó. í fallbaráttuslagnum gegn ÍBV í Vestmannaeyjum en hann og einn úr starfsliði félagsins skelltu sér í göngutúr í Landeyjahöfn rétt fyrir siglinguna yfir. Þeim var ekki hleypt um borð í Herjólf þar sem þeir mættu einungis nokkrum mínútum fyrir brottför. Pape var ónotaður varamaður í leiknum.

Ejub gat ekki leynt brosi þegar hann var spurður út í atvikið í viðtali eftir leik enda unnu Ólsarar gríðarlega mikilvægan sigur. Ólsarar eru á góðri leið með að tryggja sér veru í Pepsi-deildinni þriðja árið í röð!

Heiðursverðlaun umferðarinnar: Grindvíkingurinn með gítarinn fær þau að sjálfsögðu. Nánar hérna.

Gleði umferðarinnar: Víkingur Reykjavík vann Breiðablik og leikmenn Víkings fögnuðu eins og Evrópusæti væri í höfn. Það er auðvelt að veðja á að ástæðan fyrir þessari rosalegu gleði sé sú að þeirra fyrrum þjálfari, Milos Milojevic, var lagður en það var mikil dramatík þegar hann yfirgaf Víkinga.

Einkenni umferðarinnar: Rauðu spjöldin. Dómararnir lyftu rauðu í öllum leikjum nema einum. Sum voru umdeild, yfir öðrum var ekki hægt að kvarta.

Vonbrigði umferðarinnar: Markalaust jafntefli í stórleik KR og Vals. Áhorfendur fengu ekki mikið fyrir sinn snúð.

Ummæli umferðarinnar: „Við höfum fengið fínan stuðning í sumar og ég hvet alla Valsmenn til að halda áfram að styðja okkur. KR-ingar fengu líka fullt af fólki en þeir hafa örugglega bara komið til að horfa á okkur," sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari Vals, í viðtali eftir leikinn gegn KR.

Hreinskilni umferðarinnar: Willum Þór Þórsson, þjálfari KR,
viðurkennir að hann hefði frekar viljað sjá FH vinna bikarmeistaratitilinn heldur en ÍBV. Nú er ljóst að fjórða sætið mun ekki gefa Evrópusæti. Baráttan harðnar!

Hitapottur umferðarinnar: KA-menn voru allt annað en sáttir við Erlend Eiríksson dómara eftir 1-1 jafntefli KA gegn Stjörnunni. Rauða spjaldið á Trninic var þó hárétt og í Pepsi-mörkunum sást að mark Stjörnunnar var réttilega látið standa. Innistæðan fyrir reiðinni var ekki mjög mikil og ekki hægt að kenna dómaranum um að KA vann ekki sigur.

Dómari umferðarinnar: Þóroddur Hjaltalín dæmdi leik Grindavíkur og ÍA og fékk bestu einkunnina af dómurum vikunnar eða 8.

Nokkrir sem brosa breitt eftir vikuna:
- Geoffrey Castillion skoraði bæði mörk Víkings R. gegn Breiðabliki. Hvað væri hann kominn með mörg mörk ef hann hefði ekki verið þetta lengi frá vegna meiðsla?
- Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði sigurmark Víkings Ó. í sex stiga leiknum gegn ÍBV. Gulls ígildi.
- Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur gat loksins brosað! Liðið náði gripi eftir að hafa verið í frjálsu falli.

Nokkrir sem geta verið ansi pirraðir eftir vikuna:
- Kristinn Jónsson fékk rautt spjald í fyrri hálfleik þegar Breiðablik tapaði fyrir Víkingi Reykjavík.
- Gunnlaugur Jónsson og lærisveinar í ÍA gapa niður í tómið og er erfitt að sjá hvernig liðið ætlar að ná að bjarga sér frá falli.
- Eyjamenn eru örugglega enn brosandi eftir sigurinn í bikarúrslitunum. En í deildinni er staðan orðin grafalvarleg en síðasti sigurleikur kom fyrir tveimur mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner