Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
Dagur í lífi Eyþórs Wöhler - Sjósund með GEmil og goðsögn heimsótt
Alls ekki byrjunin sem ÍR ætlaði sér - „Eigum að vera sterkari en þetta"
Alda um áhugann úr Bestu deildinni: Var aldrei spurning fyrir mig
Vildi ekki mæta Tindastóli - „Gott að eiga tvær fjölskyldur núna"
Gylfi æfði ekkert í vikunni: Gott að snúa þessu við eftir nokkur svekkjandi úrslit
Óskar eftir átta marka veislu: Þær taka fyrirsagnirnar en liðið allt er mjög gott
Dóri Árna: Stundum ekki nógu þroskaðir þó við séum með reynslumikið lið
Arnar Grétars ósáttur: Komið út í algjöra þvælu
Ómar Ingi: Værum með fullt hús stiga hefðum við lagt þetta á okkur í öllum leikjum
Rúnar Páll: Töpum leiknum á 10 mínútna kafla
Magnús Arnar í sigurvímu: Ég er ennþá að reyna ná þessu
Rúnar Kristins: Fram að marki Fylkis vorum við bara lélegir
Arnar Gunnlaugs: Ég fór á hnén og grátbað um víti en hann gaf mér rautt spjald í staðinn
Gummi Magg: Ætlaði að lyfta honum aðeins hærra
Jón Þór: Mér fannst lokatölurnar full stórar
Jökull: Gaman að geta gefið stuðningsmönnum skemmtilegri leik
Ásgeir Sigurgeirs: Fannst ekki vera lína í þessu
Guðmundur Baldvin: Þetta er bara sokkur í munninn á þeim
Hallgrímur Jónasson: Viðar er að vinna í sínum málum
Atli Sigurjóns: Galið að reka hann útaf
banner
   mán 14. ágúst 2017 21:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Willum: Hefði verið sáttari ef FH hefði unnið
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Úr bikarúrslitaleiknum.
Úr bikarúrslitaleiknum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Mér fannst þetta rosalega flottur fótboltaleikur," sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari KR, eftir 0-0 jafntefli gegn Val í kvöld.

„Mér fannst þessi leikur hafa allt nema mörk. Niðurstaðan er líklega sanngjörn fyrir bæði lið, þau voru ekki að gefa mörg færi á sér. Það er ekkert heiglum hent að standast ágjöf Valsmanna svona á því hvernig róli þeir hafa verið á í mótinu. Því var ég gríðarlega ánægður með KR liðið mitt í dag," sagði Willum.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 Valur

Þrjú stig hefðu verið gríðarlega öflug fyrir KR í kvöld upp á Evrópubaráttu að gera.

„Við ætluðum sannarlega að ná í þessi þrjú stig, en þeir voru búnir að skipuleggja þetta mjög vel, eins og við. Þeir lokuðu á okkar færslur og við vissum að þetta yrði þannig bardagi."

„Mér fannst bæði lið spila frábæran fótbolta."

KR átti að mæta FH næstkomandi sunnudag, en leiknum var frestað vegna þátttöku FH í 4. umferð Evrópudeildarinnar. KR fær því hvíld líka. Willum var spurður út í það eftir leikinn í kvöld.

„Ég hefði auðvitað viljað fá þá þarna þreytta á milli, en á móti kemur þá viljum við allt fyrir Evrópuliðin gera og vonandi nýta þeir hvíldina vel og slá þetta Braga lið út."

Fyrst viðtalið var komið út á Evrópunótur var Willum spurður út í bikarúrslitaleikinn á laugardaginn. Þar vann ÍBV sigur á FH, en það gerir KR-ingum erfiðara fyrir í baráttunni um Evrópusæti.

„Hálf ættin er í Vestmannaeyjum, þannig að þú ert búinn að ná mér þarna," sagði Willum léttur. „Ég uni Vestmannaeyingum mjög vel að vinna bikarinn og þeir gerðu það feykilega vel og ég vil óska þeim til hamingju með það," sagði hann enn fremur.

„Ég hefði samt verið sáttari með það ef FH hefði unnið. Það er auðveldara að horfa á fjórða sætið en þrjú efstu."

Ítarlega viðtal við Willum má sjá í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner