Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. mars 2024 15:17
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fjögur stig tekin af Nottingham Forest
Forest fagnar marki.
Forest fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Nottingham Forest er núna í fallsæti í ensku úrvalsdeildinni eftir að fjögur stig voru tekin af félaginu.

Forest braut fjárhagsreglur ensku úrvalsdeildarinnar og hafa fjögu stig verið tekin af liðinu vegna þess. Forest er annað liðið sem missir stig á þessu tímabili en áður voru sex stig tekin af Everton.

Þessi tíðindi koma kannski ekki mikið á óvart þegar litið er til leikmannakaupa Forest undanfarin ár en félagið hefur keypt hvern leikmanninn á fætur öðrum eftir að það komst upp í ensku úrvalsdeildina.

Forest er að íhuga að áfrýja þessari refsingu en það verður að koma í ljós hvort það verði gert.

Luton er ekki lengur á fallsvæðinu en Forest er einu stigi frá öruggu sæti eftir þessa niðustöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner