Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 18. mars 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hættir störfum eftir 29 ár hjá félaginu
Christian Streich.
Christian Streich.
Mynd: Getty Images
Christian Streich hefur tilkynnt það að hann muni hætta sem stjóri Freiburg eftir tímabilið. Þetta markar tímamót fyrir hann og félagið því Streich hefur starfað fyrir Freiburg síðann 1995 eða í 29 ár.

Hann var fyrst leikmaður liðsins en tók svo við U19 liðinu árið 1995. Streich stýrði unglingaliðinu til 2011 og tók þá við sem þjálfari aðalliðsins.

Streich segir að núna sé rétti tímapunkturinn fyrir hann að hætta, eftir 29 ár hjá félaginu.

„Þetta félag er líf mitt og ég er þakklátur fyrir ástina og stuðninginn sem ég hef fengið á tíma mínum hérna," segir Streich.

Freiburg hefur þróast mikið undir stjórn Streich og er liðið núna búið að festa sig í sessi sem öflugt félag í þýsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner