Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 20:33
Ívan Guðjón Baldursson
Karólína og Sædís lögðu upp í góðum sigrum
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var í byrjunarliði Bayer Leverkusen og átti góðan leik í 2-0 sigri gegn Köln í leik sem var að ljúka rétt í þessu.

Karólína lagði fyrra mark Leverkusen upp og hjálpaði liðinu þannig að krækja sér í góðan sigur.

Leverkusen er í fimmta sæti þýsku deildarinnar, sex stigum frá evrópusæti, og er Karólína mikilvægur hlekkur í byrjunarliðinu.

Í efstu deild norska boltans hafði Íslendingalið Vålerenga betur gegn Stabæk, en Íris nokkur Ómarsdóttir kom Stabæk yfir snemma leiks.

Íris er uppalin í Noregi og hefur verið í algjöru lykilhlutverki með yngri landsliðunum þar sem hún á 29 mörk í 41 leik. Íris er 20 ára framherji sem leikur fyrir U23 landslið Noregs í dag.

Stabæk leiddi 0-1 í leikhlé en Vålerenga tók öll völd á vellinum í síðari hálfleik. Hin 19 ára gamla Sædís Rún Heiðarsdóttir var í byrjunarliði heimakvenna og lagði hún upp þriðja markið í frábærri endurkomu í síðari hálfleik.

Þetta var fyrsti leikur Sædísar frá félagsskiptunum til Noregs og fer hún því afar vel af stað í sterkri deild.

Valerenga skóp þar með verðskuldaðan 3-1 sigur í áhugaverðum slag í fyrstu umferð nýs tímabils í Noregi.

Leverkusen 2 - 0 Köln
1-0 Lilla Turanyi ('23)
2-0 Kristin Kögel ('73)

Valerenga 3 - 1 Stabæk
0-1 Iris Omarsdottir ('3)
1-1 T. Bjelde ('52)
2-1 K. Sævik ('55)
3-1 J. Thomsen ('68)
Athugasemdir
banner
banner