Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Katelyn Kellogg úr Fjölni í Grindavík (Staðfest)
Katelyn Kellogg.
Katelyn Kellogg.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Grindavík hefur fengið góðan liðsstyrk þar sem markvörðinn Katelyn Kellogg hefur skrifað undir samning við félagið út komandi tímabil í Lengjudeild kvenna. Katelyn lék í marki Fjölnis á síðustu leiktíð.

Katelyn er 24 ára gömul og var í Gardner-Webb University and Coastal Carolina. Hún lék mjög vel með Fjölni á síðustu leiktíð og vakti áhuga þjálfarateymis Grindavíkur.

„Það er ánægjuefni að Katelyn sé búinn að skrifa undir samning við Grindavík og muni leika með félaginu í sumar. Frammistaða hennar á síðustu leiktíð vakti athygli okkar og er það frábært fyrir okkur að fá hana til félagsins. Hún er góður markvörður sem býr yfir miklum leiðtogahæfileikum sem mun efla okkar varnarleik," segir Anton Ingi Rúnarsson, þjálfari Grindavíkur.

Katelyn er væntanleg til liðs við Grindavík í enda mars.

Grindavík hafnaði í sjötta sæti Lengjudeildarinnar í fyrra og verður fróðlegt að sjá hvernig liðinu vegnar í sumar.

Athugasemdir
banner
banner