Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. mars 2024 14:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðtal
Var búinn að finna sér íbúð en skiptin duttu upp fyrir sig - „Fínt eftir á að hyggja"
Virtist á leið til Tékklands en endaði í Danmörku.
Virtist á leið til Tékklands en endaði í Danmörku.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég fór og skoðaði aðstæður í byrjun september, leist vel á þetta og var frekar ákveðinn í að ég vildi fara þangað'
'Ég fór og skoðaði aðstæður í byrjun september, leist vel á þetta og var frekar ákveðinn í að ég vildi fara þangað'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Ingvarsson gekk í raðir danska félagsins Kolding í byrjun febrúar eftir að hafa verið hjá Breiðabliki síðan 2015. Þar áður var hann hjá FH. Hann er 24 ára vinstri bakvörður sem lék á sínum tíma fjóra leiki fyrir yngri landsliðin.

Davíð var í vetur sterklega orðaður við Ceske Budejovice í Tékklandi. Út á við virtist allt stefna í að Davíð færi þangað en allt kom fyrir ekki og í janúar var fjallað um að Davíð færi hvergi og væri samningslaus.

Fótbolti.net ræddi við Davíð um hvað hefði gerst varðandi skiptin til Tékklands.

„Það var komið munnlegt samkomulag, eiginlega það eina sem vantaði var að skrifa undir, svo þetta var smá súrt. Ég fór og skoðaði aðstæður í byrjun september, leist vel á þetta og var frekar ákveðinn í að ég vildi fara þangað. Í kjölfarið eru samræður á milli klúbbsins og umboðsmannsins míns, svo kemur þetta upp í desember og janúar þar sem þetta dettur upp fyrir sig."

„Það sem gerist er að liðinu gekk illa, þeir voru neðstir og voru að tapa mikið af leikjum. Þá var ákveðið að reka þjálfarann og yfirmann íþróttamála ásamt fleirum í stjórninni. Þetta gerðist um miðjan desember. Ég frétti þetta rétt fyrir jól og fæ þau skilaboð að þetta hefði engin áhrif á mín skipti. Svo varla láta þeir heyra í sér út árið."

„Svo í janúar segja þeir að þeir séu að einbeita sér að því að sækja nýjan þjálfara og svoleiðsis. Um miðjan janúar kemur í ljós að þeir ætla ekki að ráða nýjan þjálfara heldur halda bráðabirgðaþjálfaranum og segja svo við mig að þeir geti ekki verið að fá nýja leikmenn inn núna."

„Leiðinlegt að lenda í þessu, þetta var súrt, ég var kominn með íbúð þarna og var farinn að sjá mig búa þarna, en kannski fínt eftir á að hyggja að hafa ekki farið þangað eftir að hafa heyrt allt sem var í gangi hjá félaginu,"
sagði Davíð.

Í seinni hluta viðtalsins ræðir Davíð um skiptin til Kolding og síðasta tímabil.

Ceske Budejovice er í botnsæti tékknesku deildarinnar þegar fimm leikir eru eftir af hefðbundinni deildarkeppni.
Athugasemdir
banner