Sancho vill ekki snúa aftur til Man Utd - Dumfries vill fara til Man Utd - Chelsea vill Osimhen
banner
   fim 25. janúar 2024 23:50
Brynjar Ingi Erluson
Segja að Davíð fari ekki til Tékklands - „Sætasta stelpan á ballinu á íslenska markaðnum“
Davíð Ingvarsson
Davíð Ingvarsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Vinstri bakvörðurinn Davíð Ingvarsson er ekki á leið til Ceske Budejovice í tékknesku úrvalsdeildinni en þetta sagði Kristján Óli Sigurðsson í Þungavigtinni í kvöld.

Davíð fór að skoða aðstæður hjá tékkneska liðinu í haust og leist honum vel á félagið.

Það virtist allt vera klappað og klárt með að hann færi í tékknesku úrvalsdeildina, en síðan var þjálfari liðsins rekinn, maðurinn sem vildi hvað mest fá hann til félagsins.

„Það var verið að reka þjálfarann úr liðinu sem ætlaði að fá Davíð Ingvars,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Þungavigtinni.

Davíð varð samningslaus um áramótin eftir að hafa verið á mála hjá Breiðabliki í níu ár.

„Hann fór á reynslu þegar við hittum hann út á flugvelli og þetta var búið að vera gerjast lengi og svo heyrist ekki neitt. Nú eru Tékkarnir búnir að rífa í gikkinn fræga og það er bara þannig að hann er ekki á leiðinni þangað."

„Hann er bara samningslaus og ég myndi segja að hann væri sætasta stelpan á ballinu á íslenska markaðnum í dag."

„Valur, KR, Stjarnan, Breiðablik og ÍA. Það munu öll lið reyna að fá hann ef hann verður ekki kominn með annað lið úti,“
sagði Kristján Óli.

Mikael Nikulásson er á því að KR-ingar gætu vel notað hann í bakverðinum.

„Með þessa reynslu og ég veit að hann hlustar á þennan þátt eins og allir. Vertu heima og ef þessi lið bjóða í þig sem Stjáni er að tala um. Davíð Ingvarsson átti ekki gott 'season' með Breiðablik, en ef hann er að fara út núna þá er hann bara að fara koma heim á næsta ári. Ég vil sjá hann taka alvöru 'season' hérna. Kemst hann í liðið í Val? Ég veit það ekki. KR gæti heldur betur notað hann í bakverðinum, þannig finnst líklegt að hann endi þar.“

„KR-ingar eiga bara að hjóla í hann. Davíð Ingvars er virkilega góður leikmaður en átti bara vont 'season'. Ég hef aldrei skilið það að þegar þú átt vont 'season' sé tímabilið sem þú ákveður að fara út í atvinnumennsku. Af hverju er svona frábært að komast út? Út í hvað? Ef KR býður í hann af hverju fer hann ekki bara þangað og er góður heima? Það er fullt af leikjum, festir sig í bakverðinum og fer síðan út. Hvort er betra að vera í Breiðablik eða dönsku C-deildinni?"

„Davíð Ingvarsson gæti verið besti vinstri bakvörður deildarinnar og það auðveldlega. Ég held að það fari lið á eftir honum á Íslandi og svo getur hann bara gert nýjan samning við Breiðablik. Hann á nóg inni þar og miklu yngri en Kristinn Jónsson og það verður ekki auðvelt fyrir hann að slá Davíð úr liðinu þegar hann er 100 prósent heill,“
sagði Mikael í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner