Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   þri 20. júní 2017 09:25
Elvar Geir Magnússon
Chelsea blandar sér í baráttuna um Oxlade-Chamberlain
Powerade
Alex Oxlade-Chamberlain.
Alex Oxlade-Chamberlain.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Þó Cristiano Ronaldo haldi áfram að vera áberandi á slúðursíðunum fær hann ekki fyrirsögn slúðurpakkans í dag!

Chelsea blandar sér í kapphlaupið um Alex Oxlade-Chamberlain hjá Arsenal. Liverpool og Manchester City hafa einnig áhuga á þessum 23 ára enska miðjumanni. (Mirror)

Cristiano Ronaldo (32), framherji Real Madrid, ætlar ekki að vera stífur í launakröfum við Manchester United til að liðka fyrir skiptum þangað í sumar. (Sun)

hjá Manchester United eru menn ekki vissir um hvort það sé rétt skref að fá Ronaldo aftur núna. (Daily Express)

Jose Mourinho útilokar að fá Ronaldo. (Daily Star)

Spænsku meistararnir í Real Madrid hafa ekki fengið tilboð í neinn af leikmönnum þeirra segir forseti félagsins, Florentino Perez. Þetta á líka við um spænska sóknarmanninn Alvaro Morata (24) sem er á óskalista Manchester United. (Onda Cero)

Manchester City undirbýr tilboð í Pierre-Emerick Aubameyang, sóknarmann Gabon og Borussia Dortmund. (Sky Sports)

West Ham gæti fengið samkeppni frá Manchester United um enska landsliðsmarkvörðinn Joe Hart (30) hjá Manchester City. (Telegraph)

Englandsmeistarar Chelsea hafa rætt við Antonio Conte knattspyrnustjóra og eru bjartsýnir á að Ítalinn skrifi undir nýjan lengri samning. (Telegraph)

Bláliðar eru tilbúnir að hækka laun Conte upp í 9,5 milljónir punda á ári. (Daily Mail)

Dani Alves hefur sagt Juventus að hann vilji fara og spila aftur fyrir Pep Guardiola, nú hjá Manchester City. (Guardian)

Juventus hefur rætt um að rifta samningi við Alves (34) en talsmenn leikmannsins hafa fundað með Manchester City. Forráðamenn Chelsea hafa einnig áhuga. (Daily Mail)

Southampton mun funda með Mauricio Pellegrino, þjálfara Alaves, og gæti ráðið hann sem nýjan knattspyrnustjóra áður en vikan er liðin. (ESPN)

Nemanja Matic (28) hefur áhuga á að fara til Manchester United. Serbneski miðjumaðurinn vill spila aftur fyrir Jose Mourinho. (Sun)

Barcelona ætlar að endurkaupa spænska vængmanninn Gerard Deulofeu (23) frá Everton á 10,5 milljónir punda. Þá vilja Börsungar fá Marco Verratti (24), leikmann Paris St-Germain og ítalska landsliðsins. (Daily Mail)

Swansea hefur fundað með John Terry (36), fyrrum varnarmanni Chelsea, og vonast til að hann fari til Wales fyrir næsta tímabil. (Mirror)

Mohamed Salah (25) bíður eftir grænu ljósi á að fljúga til Liverpool til að ganga frá félagaskiptum sínum frá Roma. Liverpool á eftir að ná samkomulagi við ítalska félagið um kaupverð á egypska vængmanninum. (Liverpool Echo)

Newcastle mun ganga frá kaupum á sóknarmanninum Vincent Aboubakar (25) sem spilar fyrir Porto og Kamerún. Þá hefur Newcastle virkjað 8,7 milljóna punda riftunarákvæði í samningi franska varnarmannsins Florian Lejeune (26) hjá Eibar. (Daily Star)

Huddersfield, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, eru í viðræðum við Chelsea um að fá miðjumanninn Izzy Brown (20) sem var á láni hjá félaginu á síðasta tímabili. (Telegraph)

Chris Camwell (18), varnarmaður Coventry, er að missa þolinmæðina en hann er að vonast til að yfirgefa félagið fyrir Stoke City. (Stoke Sentinel)

Wayne Rooney hefur hafið æfingar með Manchester United á undirbúningstímabilinu. Framtíð hans er þó enn í óvissu. (MUTV)
Athugasemdir
banner
banner
banner