Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 22. mars 2024 22:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Æfingaleikir: Holland fór illa með Skotland - Kólumbía lagði Spán í Lundúnum
Cody Gakpo lagði upp tvö mörk fyrir Holland
Cody Gakpo lagði upp tvö mörk fyrir Holland
Mynd: Getty Images
Sadio Mane
Sadio Mane
Mynd: EPA

Holland og Skotland mættust í æfingaleik í kvöld á Johan Cruyff Arena í Amsterdam.


Holland var marki yfir í hálfleik og Gini Wijnaldum tvöfaldaði forystuna þegar rúmur stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Cody Gakpo lagði upp bæði mörkin.

Wout Weghorst bætti þriðja markinu við áður en Donyell Malen sóknarmaður Dortmund innsiglaði sigur Hollands. Bæði lið eru að undirbúa sig fyrir HM í Þýskalandi í sumar en Holland mætir Íslandi í síðasta æfingaleiknum fyrir mótið í Hollandi þann 10. júní.

Dominik Szoboszlai var hetja Ungverjalands sem lagði Tyrkland en markið kom úr vítaspyrnu strax í upphafi síðari hálfleiks.

Spánn og Kólumbía áttust við á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í kvöld en Kólumbía hafði betur. Daniel Munoz leikmaður Crystal Palace skoraði eina mark leiksins eftir sendingu frá Luis Diaz.

Þá vann Senegal sigur á Gabon en Mikayil Faye,19 ára gamall varnarmaður Barcelona, var að spila sinn fyrsta landsleik og skoraði eitt af þremur mörkum liðsins. Sadio Mane innsiglaði sigurinn.

Senegal 3 - 0 Gabon
1-0 Aaron Appindangoye ('12 , sjálfsmark)
2-0 Mikayil Faye ('44 )
3-0 Sadio Mane ('90 )

Hungary 1 - 0 Turkey
1-0 Dominik Szoboszlai ('48 , víti)

Netherlands 4 - 0 Scotland
1-0 Tijani Reijnders ('40 )
2-0 Georginio Wijnaldum ('72 )
3-0 Wout Weghorst ('84 )
4-0 Donyell Malen ('86 )

Spain 0 - 1 Colombia
0-1 Daniel Munoz ('61 )


Athugasemdir
banner
banner