Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. mars 2024 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid hefur áhuga á Alexander-Arnold - Alonso velur Bayern
Powerade
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims


Real Madrid hefur bætt í áhugan á Trent Alexander-Arnold, 25, varnarmann Liverpool en samningur hans rennur út á næsta ári. (Relevo)

Xabi Alonso fer frekar til Bayern heldur en Liverpool ef hann færir sig um set í sumar. (Sky Sports News)

Eddie Nketiah, 24, gæti yfirgefið Arsenal í sumar en það er áhugi frá Crystal Palaace, Brentford og Wolves. (Football Insider)

Chelsea er í viðræðum við Lyon um að Sonia Bompastor, 43, taki við af Emmu Hayes sem þjálfari kvennaliðs félagsins. (ESPN)

Chelsea var að vinna kapphlaupið um brasilíska undrabarnið Endrick en félagið var ekki tilbúið að borga sett verð og Real Madrid vann því kapphlaupið að lokum og keypti hann frá Palmeiras. (Telegraph)

Manchester United ætlar að bæta í og reyna fá Gleison Bremer, 27, brasilískan varnarmann frá Juventus en hann er með 43 milljón evra riftunarákvæði í samningi sínum. (Mirror)

Aston Villa gæti neyðst til að selja miðjumanninn Jacob Ramsey, 22, til að koma í veg fyrir að félagið brjóti fjármálareglur úrvalsdeildarinnar. (Football Insider)

Sir Jim Ratcliffe, minnihlutaeigandi Manchester United, vill minnka vald stjórans og gera hann að yfirþjálfara sem einbeitir sér aðallega að æfingum. (Telegraph)

Newcastle gæti þurft að selja Alexander Isak, 24, í sumar til að uppfylla FFP en Arsenal hefur lengi haft áhuga á honum. (Football Insider)

Jack Clarke, 23, vængmaður Sunderland mun ekki skrifa undir nýjan samning sem gæti endurvakið áhuga frá West Ham og Lazio. (i)

Frankfurt er ekki tilbúið að borga 8.5 milljónir punda til að festa kaup á Donny van de Beek sem er á láni frá Man Utd. (Bild)

Inter Milan vill fá Kim Min-jae, 27, miðvörð Bayern tæpu ári eftir að hann gekk til liðs við þýska félagið frá Napoli. (Gazetta dello Sport)


Athugasemdir
banner
banner