Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   lau 23. mars 2024 17:53
Brynjar Ingi Erluson
Segist hafa hafnað 200 milljóna evra tilboði í Yamal - „Viljum ekki selja stjörnur liðsins“
Lamine Yamal
Lamine Yamal
Mynd: Getty Images
Joan Laporta, forseti Barcelona á Spáni, segist hafa hafnað 200 milljóna evra tilboði í hinn 16 ára gamla Lamine Yamal, en hann vill ekki selja stjörnur liðsins.

Yamal er einn efnilegasti leikmaður heims og er þegar kominn með stóra rullu í liðinu.

Hann er einnig kominn með fast sæti í spænska landsliðshópnum en áhuginn er auðvitað mikill eins og gefur að skilja.

Barcelona ætlar hins vegar ekki að samþykkja tilboð í hann, enda er hann mikilvægur hluti af uppbyggingu liðsins. Heldur hann því fram að félagið hafi þegar hafnað 200 milljóna evra tilboði í kappann.

„Við erum að fá klikkuð tilboð í leikmenn eins og Lamine Yamal, sem nema um 200 milljónum evra og við að sjálfsögðu höfnum þeim. Við treystum Lamine og þurfum ekki að selja. Við fengum einnig tilboð í Balde, Fermín, Pedri, De Jong, Araujo og Gavi, en við viljum ekki selja stjörnur liðsins,“ sagði Laporta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner